Lucas Scott
Lucas er “eldri” sonur Dan Scott, en Dan yfirgaf hann og móður hans, Karen Rowe. áður en hann fæddist. Hann ólst upp hjá móður sinni, en Keith föðurbróðir hans var aldrei langt undan, og bætti hann Lucas upp föðurleysið. Besti vinur hans er Haley, og fyrst um sinn eru þau tvö útaf fyrir sig. En svo byrjar hann að spila með Tree Hill Ravens, og líf hans gerbreytist. Alltí einu vill fólk vera vinir hans, eða eitthvað meira. Allir fyrir utan hálfbróðir hans, Nathan, sem hataði hann til að byrja með, ég held einfaldlega að það hafi verið vegna þess að hann öfundaði hann á einhvern hátt, að hafa sloppið við þær miklu kröfur sem Dan setti honum. Meðal fólks sem sýnir honum nú mikla athygli eru vinkonurnar Peyton og Brooke, en Peyton er einmitt kærasta Nathans til að byrja með. Þær vilja hann báðar, en þegar Peyton hafnar honum vegna þess að hún vissi ekki enþá að hún vildi vera með honum, fer hann að “fela sig” með Brooke, eins og Haley orðaði það. Þá verður Brooke virkilega ástfangin af honum, þannig að þegar hann og Peyton fara svo á bakvið hana verður hún mjög sár, enda er hún mjög hrædd við það að verða sár. En svo slitnar uppúr hlutunum hjá Lucas og Peyton, sambandið var næstum andvana í fæðingu. Á meðan er hann mjög ósáttur við samband Nathans og Haley. Að mínu mati er það vegna þess að hann er í raun hrifinn af Haley, en það er nú bara ég að segja mína skoðun. Lucas sér eftir öllu sem hann hefur gert, og ákveður að flytja með frænda sínum til Charleston.
Nathan Scott
Nathan er “yngri” sonur Dan, hann og Lucas eru samt jafnaldrar, því að hann er bara þremur mánuðum yngri. Hann byrjaði sem “skúrkurinn” gerði Lucas lífið erfitt, vegna þess að hann þoldi ekki að hann sé til. En svo byrjar hann að reyna við Haley, bestu vinkonu Lucas, til þess eins að ná til hans, sem mér finnst MJÖG ósanngjarnt gagnvart Haley. En svo róast hann, og verður ástfanginn af henni, sem og hún af honum. Og hún reynir að sýna þeim að hinn sé ekki jafn slæmur og þeir halda. Og það tekst, þeir verða vinir. Hann er núna í smá uppreisn gegn foreldrum sínum, er búinn að skilja við þau, giftast Haley, og allt lítur út fyrir að honum sé að takast það að losna undan þeim.
Haley James (Scott)
Klappstýra: Nei, fyrir utan Classic mótið, þá leysti hún af.
Haley byrjaði sem besta vinkona Lucas, hún átti fáa aðra vini, eins og Lucas, það voru eiginlega bara þau tvö. Hún er “tutor” í Tree Hill High, og gæti flokkast sem “nerd”, þó hún sé það alls ekki. (orðið leiðbeinandi er einhvernvegin ekki jafn skemmtilegt) Hún er bara hlédræg. Einnig vinnur hún á Karen’s Cafè. Hún er yngsta barnið í fjölskyldunni, en lýtur frekar á Karen og Lucas sem fjölskyldu sína, að einhverju leiti.
En í gegnum seríu 1 hitti hún Nathan, féll fyrir honum, þau byrjuðu að vera saman, sem gekk ekki alltaf vel, og núna eru þau búin að taka uppá því að giftast. Hver veit hvernig það á eftir að ganga.
Peyton Sawyer
Peyton er algjör andstæða þeirrar hefðbundnu klappstýru sem maður á að venjast, sbr. Brooke. Hún er hæfileikaríkur listamaður, hlustar mest á rokk, og við fyrstu sýn virðist hún vera mjög einmanna. Sem hún er ekki. En það að alast upp án móður (hún dó þegar hún var lítil) hefur tekið sinn toll. Hún kynnist Jake, og verður mjög hrifin af honum. En þegar hann þarf að fara í burtu vegna þess að barnsmóðir hans reynir að taka barnið af honum, verður aumingja Peyton alveg niðurbrotin.
Brooke Davis
Strákar, partý, klappstýrurútínur og strákar.. Þetta er það eina sem Brooke hugsar um. Eða það vill hún að þið haldið. Í rauninni er hún hrædd við það að vera yfirgefin aftur, þá á ég ekki bara við eins og þegar Lucas sagði henni upp, heldur hvernig foreldrar hennar virðast hunsa hana, og hefur hún þess vegna sett upp marga veggi í kringum sig tilfiningalega, til að forðast það að verða særð. M.a. setur hún á sig “grímu” þessarar sjálfsöruggu kynveru.
- MariaKr.