Sky Mangel er leikin af Miranda Fryer | Stephanie McIntosh.
Sky kom inní þættina ekki fyrir svo löngu. Hún er dóttir Kerry Bishop sem er dóttir Harolds Bishop. Eric Jensen heitir pabbi hennar, Joe Mangel er stjúppabbi hennar og hún á fósturbróðir sem heitir Toby.
Hún er frænka David, Lilijönu og Serenu.
Hún býr heima hjá Harold (númer 24) með David, Lilijanu, Serenu og Harold. Svo býr hún eiginlega hjá Boyd (númer 32) en það mun koma seinna meir.
Hún og Boyd eru saman og það er ekkert nema gaman að fylgjast með því hvað þau eru að gera og hvernig hún er að breyta honum úr nördi yfir í ‘rebel’.
Hún er nú ekki þessi venjulega týpa og fleiri fleiri þættir hafa verið um það þegar hún er að segja hvað henni finnst um allt svona tískudæmi og nokkuð augljóst að hún gerir sína eigin tísku og hlustar á sína eigin tónlist og gamlar myndir sem enginn annar hefur heyrt um. Það gerði hana svona sérstaka í byrjun, svo fékk maður að kynnast þessari persónu og þetta er án efa uppáhalds persónan mín í þáttunum í augnablikinu.
Hún náði ekki alveg vinsældum í skólanum og á ekki marga vini þar. Hún og Erin eru ekki bestu vinkonur og gaman er að fylgjast með því þegar þær eru að gera lífið hjá hvor aðrari leitt. Hver man ekki eftir t.d. atriðinu þar sem að Erin og vinir hennar ultu ferðaklósettinu á meðan Sky var inní því?
Hin 18 ára Stephanie McIntosh er þessi frábæra leikkona sem leikur hana.
Stephanie segir að eftir að hún byrjaði að leika Sky þurfti hún að lita á sér hárið svart með bláum strípum í og var ekki alveg sátt við það. Hún er samt núna ljóshærð (eins og hennar alvöru hárlitur er) í þáttunum en ekki hjá okkur…. En eins og á myndinni sem fylgir og myndum sem hafa verið sendar nýlega þá mun hún lita á sér hárið aftur ljóst :)
Steph segir að Sky sé mun hugrakkari heldur en hún sjálf. Hún segir líka að hún sé mjög lík henni tilfinningalega. Henni líkar vel við nafnið Sky, henni finnst það vera ‘kúl’.
Hún elskar að leika Sky vegna þess hve öðrvísi hún er. Henni finnst frábært að geta leikið persónu sem er svona ‘out there’.
Steph hefur bæði sungið og leikið en eftir að hún byrjaði að leika Sky í nágrönnum er það númer 1,2 og 3 hjá henni.
Steph segir líka að Sky og Boyd hafa verið sálufélagar frá fyrsta degi.
Uppáhalds leikkonur hennar eru Julia Roberts og Kate Hudson.
Hún segir að það sem hún hugsar mest um þegar hún er að fara leika, er það að láta eitthvað úr persónulífi sínu hafa áhrif á það hvernig hún leikur.
Steph vill líka klæðast fötunum sem Sky gengur í. Með hennar orðum elskar hún fötin hennar og vill ganga í þeim alltaf.
Jason Donovan er bróðir Stephanie og hann leikur í nágrönnum líka. (Maðurinn sem drap mömmu hennar minnir mig).
Steph var aðdáendi af nágrönnum áður en hún byrjaði að leika í þeim.
Uppáhalds atriðið hennar var að leika það þegar kallinn var að elta hana þegar hún fór á barinn með Serenu.
Uppáhalds hljómsveitin hennar er Coldplay.
Hún segir líka að Boyd sé bara eins og litli bróðir sinn í ‘real life’.
Hún spilar mikið tennis og dansar mikið.
Hún hefur verið í bransanum frá því að hún var 10 ára. Bæði á tónleikum, í þáttum og svo var hún líka model.
Versti óvinur Skys í þáttunum mun vera Izzy.
Steph vildi alltaf verða fræg þegar hún var lítil, það var draumur hennar og svo þegar hann gerðist varð það frekar ‘scary’.
Ég held að þetta sé komið nóg í bili.
Bara smá útdráttur – endilega bætið einhverju við að vild :)