Jæja, góðann daginn.
Þetta mun vera síðasta grein mín í þessum flokki.
Ég vil þakka lesninguna á öllum hinum greinunum (enn er ég samt ekki hætt að senda inn ;) og góð hrós.
Svo væri fínt ef einhver annar sendi inn eitthvað því ég er búin að leggja þetta áhugamál víst undir mig.. ;).
Númer 32:
Max Hoyland
(Stephen Lovatt)
Boyd Hoyland
(Kyal Marsh)
Summer Hoyland
(Marisa Siketa)
Steph Scully
(Carla Bonner)
Isabelle Hoyland
(Natalie Bassingthwaighte)
Max kom á eftir öðrum í þættina. Hann var að vinna á Olíupöllunum þegar Summer, Boyd og Rosie komu í þættina (þótt Rosie sé núna farin, thank god).
Hann er húsfaðirinn.
Hann á helminginn í Lou’s Place, kráin.
Hann er pabbi Summers og Boyds og mamma hans er Rosie. Systir hans er Izzy.
Mamma Summers og Boyds (eiginkona Max) dó fyrir nokkrum árum (samt ekki í þáttunum) og var hann sem sagt einstæður faðir.
Max og Steph byrjuðu svo saman en hún hætti með honum þegar hún komst að því að hún væri með brjóstakrabbamein.
Hann komst svo að því þegar hann sá Steph á spítala og vildi vera áfram með henni því hann elskaði hana svo mikið – hann lofaði henni að hvað sem myndi gerast yrðu þau alltaf saman.
Þau eru nýbúin að kaupa númer 32 og búa þau þar sem sagt núna mjög ánægð.
Þegar Max vann á Olíupöllunum var hann yfirmaðurinn og Gus gerði mistök og Max þurfti að reka hann. Max þorði samt ekki að gera það þar sem að þeir voru vinir þannig að hann gerði það í blaði. Gus þurfti svo að borga skuldir vegna mistakana sem hann gerði.
Max er leikinn af Stephen Lovatt.
Boyd Hoyland kom inní þættina eftir að hafa verið færður upp um bekk í skólanum. Hann þolir ekki litlu systur sína, Summer (alls ekki sá eini *bendir á sjálfa sig*).
Fyrsta kærastan hans var Heather en svo hættu þau saman og hann kynntist Sky. Fyrst voru þau bara vinir en á endanum byrjuðu þau saman, sem betur fer.
Hann rændi bílnum hans Toadie til að heilla Heather og rústaði svo bílnum með því að keyra á tré.
Hann fann líka Steph meðvitundarlausa þegar hún var í lyfjameðferðinni gegn krabbameininu.
Núna í síðustu þáttum þá labbaði Max inná hann og Sky – sem mér fannst bara fyndið reyndar.
Hann var svona ‘surferboy’ þangað til að hann hitti Sky. Hún breytti honum og hann fékk sér drelllokka svo seinna meir – er samt ekki enn með þá, sem betur fer.
Svo man ég líka eftir því þegar hann og Daniel vinur hans voru alltaf að klifra yfir girðinguna hjá Scully-fjölskyldunni til að horfa á stelpurnar í sturtu.
Boyd er leikinn af Kyal Marsh.
Summer Hoyland er yngst í fjölskyldunni.
Hún hefur farið í taugarnar á mér síðan hún kom fyrst og gerir það enn.
Hún er þessi ‘I know it all’ persóna en samt er hún bara 12 ára eða eitthvað í þáttunum.
Hún var alltaf svo hrifin af Drew áður en hann dó, svo Stuart og svo Daniel vin Boyds.
Núna er hún eitthvað að með Declan – þau æfa box saman og eitthvað.
Summer er leikin af Marisa Siketa.
Steph Scully er elsta dóttir Lyn og Joes.
Hún er svona strákastelpa og vinnur á bílaverkstæðinu og elskar mótorhjól.
Hún giftist næstum því Marc en hann og Flick voru saman í leyni og þær rifust þvílíkt útaf þessu og eyðilögðu næstum fjölskylduna.
Hún fór svo með fyrrverandi kærasta sínum og lenti í bílslysi og allir héldu að hún hafi dáið. En sem betur fer dó hún ekki.
Svo greindist hún með brjóstakrabbamein og tók því mjög nærri sér en er bötnuð frá því núna. Hún og Max hafa verið að spá í það að eignast barn – sjáum til hvernig það fer =)
Steph er leikin af Carla Bonner.
Isabelle Hoyland kom inní þættina ekki fyrir svo löngu síðan.
Hún hefur nú ekki verið vinsæl síðan hún kom nema hjá sumum körlunum.
Hún á eitthvað í ‘the coffee shop’.
Hún er systir Max.
Hún og Jack Scully áttu saman í nokkra stund en hann vildi samband en ekki hún þannig að hún dömpaði honum.
Lyn hefur alltaf haldið að Karl væri að halda fram hjá Susan með henni og Lyn er ekki sú eina. Það er samt enn bara staðreynt að þau séu bara vinir, góðir vinir – en bara vinir. En hvernig það mun fara fyrst að þau eru skilin..
Eins og hún gisti heima hjá honum núna í vikunni - ætli það fari að gerast oftar? ..Hver veit..
Izzy er leikin af Natalie Bassingthwaighte.
Takk fyrir mig - það var gaman að skrifa þessar greinar.
Núna ætla ég að taka mér smá frí áður en ég fer að skrifa meira.
(Vil svo benda á í lokin eins og alltaf, þá er þetta bara komið úr mínum haus eftir því sem ég man og ef einhver vill bæta við eða lagfæra ef ég hef gert villu þá bara endilega geri hann það :)