Númer 24:

Harold Bishop
(Ian Smith)
David Bishop
(Kevin Harrington)
Liljana Bishop
(Marcella Russo)
Serena Bishop
(Lara Sacher)
Sky Mangel
(Stephanie McIntosh)

Harold Bishop er líklegast elsti íbúi Ramsay St. Hann hefur verið í þáttunum síðan í júní 1988, sem er næstum því frá byrjun.
Harold á kaffisjoppuna (Coffee shop).
Harold spilar á trompet.

Hann var giftur Madge Mitchell sem dó fyrir um 2 árum.
Hann er pabbi David og Kerry.
Hann er afi Sky og Serena.
Hann og Rosie Hoyland voru eitthvað saman og hann var líka með Ruby Dwyer.

Fyrir mörgum árum týndist hann og kom aftur minnislaus eftir að hafa verið farinn í 5 ár. Allir héldu að hann hafi dáið. Hann jafnar sig nú fljótt aftur. En núna nýlega fær hann slag og persónuleikinn hans breytist algjörlega. Mér finnst gaman að fylgjast með honum núna og hann er frekar skondinn svona =)

Hann og Lou voru báðir að reyna vinna Madge en Harold fékk hana og giftist henni 1989.
Harold gékk í ‘Salvation Army’ sem er hjálparlýðræðis herinn og eftir slagið fékk hann nóg af því og hætti.

Harold hefur verið þekktur fyrir að taka ungt fólk inn á heimili sitt. Ég man samt bara eftir Tad og Paul, elsku litlu drengirnir sem ég sakna svo, sérstaklega Tad =(.
Sonur hans David og fjölskylda hans býr núna hjá honum og líka Sky.

Harold er leikinn af Ian Smith.

David Bishop kom í þættina árið 2004 með konuna sína Lilijana og dóttur sína Serena.
David átti að vinna á einhverju stórri lögfræði stofu og var að byggja sér stórt hús og búinn að kaupa þvílíkt flottan bíl og senda Serenu í einkaskóla en þá fattaði hann að kallinn sem hann átti stofuna með hafði stungið af með peningana og skildi David eftir með ekkert.
Hann á þess vegna heima hjá pabba sínum og líkar það vel.

Hann vinnur núna sem ritari hjá Toadie.
Hann og Harold eru nokkuð líkir.
Hann kynntist Lilijönu þegar hann var að vinna í Víngarðinum hjá foreldrum hennar.

David er leikinn af Kevin Harrington.

Liljiana Bishop er eiginkona Davids, mamma Serenu og dóttir Svetlanka and Miroslav.
Svetlanka hefur komið í þættina og ég hata þessa konu!
Liljiana var uppalin í Perh.
Hún vinnur núna hjá Karl sem ritari þar.

Hún var ólétt og faðirinn stakk af. Hún ætlaði að finna sér faðir fyrir barnið og kynntist þannig David. Svo þegar hún átti barnið þá fæddist drengurinn andvaka.
Hún og David byrjuðu saman og hún varð aftur ólétt og David var faðirinn. Þau giftust og áttu Serenu.
Hún á bróðir sem heitir Zoran.
Hún spáir í bolla og eldar mjög góðann serbeskan mat.

Liljana er leikin af Marcella Russo.

Serena Bishop er dóttir Lilijanar og Davids.
Síðan hún kom þá hefur hún verið alltaf með Sky en svo þegar hún byrjaði í skólanum (ekki einkaskólanum sem hún var first í) þá kynntist hún Erin (stelpan sem Sky hatar og hún hatar Sky) og þær urðu góðar vinkonur.
Samt fyrst þegar hún kom var hún mjög dekruð og montin með sig.

Hún varð strax hrifin af Taj en svo fór hann úr þáttunum. Hún fór svo á klúbb og kynntist Chris. Hún var alveg ástfangin af honum og hélt að hann vildi gefa henni allt í heiminum og elskaði hana líka. Hún var model fyrir hann og hann lofaði henni öllu góðu í þeim bransa. Hann bauð henni að gista hjá sér á hóteli en hún stakk af. Svo ætlaði hann að afmeyja hana í gegnum webcam en hún sá það þegar kærasta hans hringdi og hlaup út og hatar hann núna.

Hún er ofvernduð af foreldrum sínum, allavega mömmu sinni. Hún tjáir sig við pabba sinn og treystir honum alveg fyrir öllum sínum vandamálum.

Serena er leikin af Lara Sacher.

Sky Mangel – kemur grein um hana seinna, bara hana. Bíðið bara eftir henni. Á eftir að senda hana inn bara.

Sky er leikin af Stephanie McIntosh.

Takk fyrir lesninguna. Er með 5 aðrar greinar og eina í hausnum sem enn eiga eftir að koma - Ætla að bíða aðeins þangað til að ég sendi inn fleira svo þetta kemur ekki allt saman í einni stórri sprengju og svo aftur langur tími án greinar ;)

Þetta er bara svona smá umfjöllun um fólkið - ekkert alvarlegt bara til skemmtunar.
Þangað til næst, veriði sæl =)