Númer 22:
Lou Carpenter
(Tom Oliver)
Trixie Tucker
(Wendy Stapleton)
Lou; Lou er búinn að vera í þáttunum síðan bara ever. Ég er ekki með víst ártal en hann og Harold eru búnir að vera lengst af þeim sem eru nú.
Lou var einu sinni Bæjarstóri. Hann á 3 börn. Lauren, Guy og Ling Mai. Svo á hann aðra stelpu sem heitir Lolly sem var tekin frá honum þegar það komst upp að Lou væri ekki alvöru pabbi hennar.
Hann er guðfaðir Bens (sonar Libby og Drews).
Lou var giftur konu að nafni Cheryl. Hún dó svo í bílslysi 1997. Eftir það hefur hann verið með Rosie Hoyland prestinum og hann var hrifinn af Völdu. Voru þau nokkuð saman?
Svo giftist hann fyrir stuttu Trixie Tucker, mömmu Ninu.
Lou veiktist í fyrra og Harold gaf honum nýra. Harold er besti vinur hans og þeir hafa gengið í gegnum margt saman.
Hann er sölumaður og á Bílaverkstæðið með Libby. Hann á líka lou’s place sem er kráin, hann á hana með Max.
Lou er leikinn af Tom Oliver.
Trixie Tucker er eiginkona Lous.
Hún er mamma Ninu og skildi við pabba hennar Nick fyrir stuttu og kynntist Lou. Lou hjálpaði henni að koma frá á kránni og komast í gegnum skilnaðinn.
Þau urðu svo ástfangin og giftust. Þau fóru svo til Hong Kong þar sem að hún var að leika í Hello Dolly en það fór núna nýlega í vaskinn og hún fór frá honum.
Harold treysti henni aldrei og varaði hann við henni, auðvitað vildi Lou ekki hlusta á hann.
Hún stoppaði nú ekki lengi í þáttunum og er ekki lengur í þeim.
Lou býr núna sem sagt aleinn í ‘Númer 22’.
Trixie var leikin af Wendy Stapleton.
Takk fyrir mig og sjáumst hress í næstu grein =)