Ég ætla að skrifa aðra grein - komin í þannig stuð :) Aðeins til að lífga uppá þetta áhugamál.
og þetta er svona smá umfjöllun um fólkið sem bjó í götunni =)
Libby; Býr með Ben (syni hennar og Drex (allir vita að Drew dó í fyrra :()) í Adilaide eða eitthvað og ég vil endilega fá hana aftur en hún virðist vera farin að eilífu - vona samt ekki!
Scully systurnar Shell og Flick; Fluttu til New Yourk í fyrra. Shell sem skiptinemi og Flick til að vinna á hóteli. Þær áttu nú að koma aftur og ég held/vona að það verður bráðum. Allavega átti Flick að koma aftur. Skemmtilegustu persónurnar í þáttunum finnst mér.
Joel; kafaragaurinn sem var með Flick og átti heima í nr 30. Fór úr þáttunum til að fara í einhvern köfunarleiðangur.
Fjölskyldan sem átti heima í Scully húsinu; Þar voru Hannah, Lance (?) og fleiri. Man eftir pabbanum sem var frekar feitur. Hanna og Paul voru saman. Þau fluttu fyrir nokkrum árum úr götunni og í staðinn komu Scully - ég átti erfitt með að sætta mig við það en gerði það þó á endanum og er alveg sátt við þau núna :)
Lori; Stelpan sem Jack var með þegar hann bjó í London. Connor gerði hana ólétta og hún fór heim til sín. (sjá næstu grein sem ég geri meira um hana).
Paul og Tad; Hver man ekki eftir þeim? Áttu heima hjá Harold. Voru með hjóladellu (mest Tad) og voru búnir að gera hjólabraut í karteflu garðinum hans Harolds. Paul fór í fótboltaskóla einhvern staðar í rassi og skildi Tad einan eftir hjá Harold. Ekki leið á löngu að Tad fór líka og skildi Harold einan eftir. Ég man samt ekki hvert Tad fór - man það einhver? Sakna hans :(
Bill & Anne; Langtum skemmtilegasta fólkið sem hefur komið í þessa þætti. Anne var tvíbursystir Lance (ef það er þá skrifað svona) og Bill var bróðir Libby og Mals - sem sagt sonur Karls og Susan. Bill var smiður og þess vegna fóru þau úr þáttunum. Honum bauðst vinna einhvern staðar í burtu og þau fluttu þangað. Mig minnir að það hafi komið um daginn að Anne hafi verið ólétt - nema ég sé að bulla..
Amy; Hún var flugfreyja og var kærasta Lance minnir mig. Ég man ekki heldur af hverju hún fór úr þáttunum.
Dee; Hún er svona síðasta manneskjan sem hvarf burtu (Fyrir utan Ninu). Allir vita að hún var að giftast Toadie og þau keyrðu fram af klett og hún drukknaði (sem hef ég sterkan grun um að hún komi aftur minnislaust - ég meina, það fannst aldrei líkið af henni). Sakna hennar líka mikið.
Marge; Eiginkona Harolds. Dó fyrir svona 2 árum eða eitthvað. Hún var mjög góð kona og það tók sárt á alla þegar hún lést.
Dóttir Lous, Lolly; Fyrir svona ári þá kom kall og sagðist vera alvöru faðir hennar og Lou reyndi sitt besta um að fá forræði yfir henni en það mistókst og hún býr núna útí sveit með pabba sínum og konunni hans.
Nina Tucker; Kom inní þættina fyrir ekki svo löngu og heillaði alla með söngnum sínum. Hún og Jack voru nú saman en fyrir stuttu þá fór hún með pabba sínum eitthvert í burtu en hún kemur aftur. Hafið ekki áhyggjur :)
Tess; Átti heima með Dee í húsinum sem Max og Steph voru að kaupa núna um daginn. Hún var kennari og Darcy hélt fram hjá Dee með henni. Hún fór vegna þess úr þáttunum.
Darcy; Allir vita hver Darcy er. Hann rændi Karl og Susan útaf hann var í spilaskuld. Hann fór í fangelsi fyrir það og hann hélt fram hjá Dee. Hann var læknir með Karl og vann þar. Hann kemur líka líklegast aftur (sjá næstu grein sem ég geri).
Rocco; Brjálaði mafíugaurinn. Pabbi Carmellu sem var með Connor. Hann hélt fram hjá konunni sinni með Sindi.
Jamie Clarke; Átti heima þegar hann var lítill í húsunum nr 29 (þar sem að Susan á heima núna). Hann kom nýlega í þættina þegar Stuart var heimilislaus. Hann fékk peningana sem Susan og Karl fundu undir gólfinu heima hjá sér.
Hann kom líka með Audrie með sér (hundinn sem Drew átti).
Drew; Eiginmaður Libby. Dó eftir að hafa dottið af hestbaki. Pabbi Ben. Held að allir muni nú eftir honum..
Taj & Tahnee Coppin; Systkini. Taj fór í burtu í skóla. Hann var með Ninu fyrst og svo var hann með Libby. Er bara nýfarinn úr þáttunum - átti heima í númer 30 eftir að hafa verið hjá Karl og Susan (fór frá þeim vegna drykkjuvandamála Karls).
Ruby Dwyer; Spilafíkillinn sem kom fyrir ekki svo all löngu síðan. Stal öllu heima hjá Harold og þóttist ekkert viti og var kærasta hans í einhvern tíma.. Hataði hana.
Mitch Foster; Creepy ógeð sem var með Steph. Hún átti að deyja með honum í bílslysi einhvern tímann fyror löngu.
Hancock fjölskyldan; Emily, Matt, Maggie, Evan og Leo. Evan var pabbinn og var kennari. Maggie var að læra lögfræði og Toadie var mjög hrifinn af henni þegar þau fluttu. Þau átti heima í númer 32 þar sem að Max og Steph eiga heima núna og Tess og Dee áttu heima fyrir það.
Penny; Systir Sindi. Var stokker á Darcy. Hún vann á kaffistofunni.
Allana Truman; Mesta snilld í heimi! Ástæðan fyrir því að Lance fór úr þáttunum. Hann kynntist henni og hún lét fyrir hann þrautir sem hann varð að standast til að geta verið með henni. Ég man eftir því þegar allt var gert úr álpappir og geimskip og læti. Þau voru miklir star trek aðdáendur.
Þetta eru svona helstu persónurnar sem ég man eftir að hafa verið síðan ég byrjaði að horfa á nágranna.
Bíðið bara - það munu koma fleiri greinar frá mér á næstunni :)
Takk fyrir lesninguna og vona að þið hafið skemmt ykkur og rifjað upp gamalt og gott fólk =)