Fyrsti Þáttur:

Þátturinn byrjar á því að Kirsten er alveg brjáluð út í Sandy og vill fá Seth heim eftir að hann stakk af í lok fyrstu seríu. Hún er að pirrast mikið út í Sandy sem tekur því ekki beint vel og er komin mikil spenna á milli þeirra og ekki bætir það skap þeirra að húsið er allt fullt af hálfnöktum verkamönnum.
Summer og Marissa eru að komast yfir Ryan og Seth með mismunandi aðferðum.
Summer ákveður að losa sig við alla hluti sem minna hana á Seth og eignast nýjann kærasta sem heitir Zack á meðan Marissa gerir fátt annað en að drekka sig fulla og láta einhvern garðyrkjumann sem heitir því frumlega nafni DJ smella í sig (auk þess á hún afskaplega glæsilegann Ford Mustang ´04).
Caleb er orðinn hræddur um að lögreglan sé á leiðinni að handtaka hann og spyr m.a. Julie hvort hún hafi heyrt einhverja smelli í símanum (lögreglan að hlera) og bregst snöggt við og segir Julie að kaupa ekki nýja hestinn hennar Catlin á kort fyrirtækisins vegna þess að það sé ólöglegt og fer þá Julie að gruna ýmislegt.
Á meðan þetta er allt að gerast er Seth í Portland hjá Luke og pabba hans og þar vinnur hann á einhverskonar brimbrettaleigu eða einhverju þvíumlíku.
Sandy vill fara að fá Seth heim aftur til að friða Kirsten fer til Portland til að reyna að fá Seth heim og lætur auk þess Ryan fá miða til þess að aðstoða sig. Ryan er ekki tilbúinn til þess til að byrja með enda er hann að reyna að hefja nýtt líf sem byggingarverkamaður með Theresu og verðandi barninu “þeirra (spurning hver á það)”.
Sandy rökræðir við Seth um að koma aftur heim en það endar með hálfgerðu rifrildi og Sandy fer aftur heim til Newport.
Þá ákveður Ryan að skella sér til Portland að tala við Seth og bregst hann þá betur við.
Seinna þegar Seth, Luke og Ryan eru að spila tölvuleik (NHL 2004 myndi ég skjóta á) fær Ryan símhringingu frá Theresu, hún er grátandi og segir honum að hún hafi misst barnið. Þegar hann segist ætla að koma strax aftur til Chino segir hún að hann þurfi þess ekki, hann hafi hvort sem er bara verið þarna útaf barninu.
Hún skellir á og mamma hennar kemur inn og segir henni að þetta hafi verið fyrir bestu fyrir hana og barnið (s.s. þá laug hún þessu).
Ryan og Seth ákveða að fara aftur til Newport og mæta þar í skólann á nýrri önn.
Þar taka Kirsten og Sandy á móti þeim og þau faðmast og takast í hendur.
Eftir að Ryan er kominn aftur í sundlaugarhúsið
fara þeir Seth að ræða um dularfullu siglinguna til Tahiti en þá sagði Seth að hún hefði nú ekki verið löng og að hann hafi bara siglt til Santa Barbara áður en allur matur var búinn, þá hafi hann orðið fyrir smá sjokki, veðsett bátinn sinn og tekið rútu til Portland.


Svona byrjar 2 sería og hef ég séð 4 þætti hingað til og get ekki sagt annað en hún byrji bara frekar vel. Komnir nýjir characterar inn og þó að þeir séu ekki stórir ennþá eru þeir frekar vel skrifaðir. Nöfnin DJ og Zack koma fram strax í fyrsta þætti en auk þeirra koma stelpurnar Alex og Lindsay fram eftir 2-3 þætti.