Góðan daginn,
Þegar maður er í sumarfríi, og það er grenjandi rigning úti, hefur maður fátt að gera. Ég ákvað að skrifa smá samantekt um það sem gerst hefur undarfarnar vikur - þeir sem ekki hafa aðgang að Stöð2 ættu að geta notað þetta til að koma sér aftur inn í þættina. Þessi grein er ‘spoiler’ fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn í dag, 29. júlí 2004.
-
- Steph, Max, Summer, Boyd;
Steph sá auglýsingu hjá Stuart þar sem hann auglýsti eftir lærlingi á bílaverkstæðið. Hún hafði áhuga á starfinu og kom að tali við Stuart, en hann vildi ekki ráða hana sökum þess að þau voru ‘of’ góðir vinir - þetta samstarf, að hans sögn, gæti spillt vináttu þeirra. Steph var hins vegar ekki á því og fékk vinnuna eftir smá rökræður. Fátt nýtt hefur gerst hjá Max, nema hvað að hann á í fullu fangi við að halda í gelgjuna hann Boyd - þessi gaur á að vera jafngamall mér en hann hagar sér eins og 12 ára krakki, meira að segja Summer er þroskaðari en hann. Steph var einn daginn á verkstæðinu að vinna þegar hún meiddi sig all svakalega í brjóstinu, og þegar hún fór að fitla við það fann hún einhvern hnút þarna. Hún fór beint til Karl's og lét hann skoða þetta - hann sendi hana til sérfræðings og hún var skoðuð. Þegar var verið að mynda hana þá fríkaði Steph algjörlega út, gjörsamlega missti sig. Það er staðfest að það þarf að skoða hana meira, og aukast líkurnar á krabbameini í brjósti með degi hverjum. Hún vill ekki segja Max, Boyd né Summer frá því vegan þess að eiginkona Max, og móðir Boyd og Summer, lést úr krabbameini.
Summer á ekki marga vini, og er mest ein á báti - en Boyd er búinn að eignast vin, og það er engin önnur en Skye - sem er eitthvað grunsamleg að mínu mati. Hún er að koma Boyd er alls kyns rugl - t.d. að láta dretta í hár sitt, plata skólastjórann hans á plat stefnumót og margt margt fleira - hún einfaldlega pirrar mig. Í dag kom Izzy, systir Max, í þáttinn og grunar mig að hún eigi eftir að staldra eitthvað við.
Harold, Skye, Lou, Connor;
Harold s.s. tók Skye að sér og er alveg ótrúlega ánægður með hvað hún er ‘dugleg’ og ‘hjálpsöm’ - sem er algjört rugl. Gamli skarfurinn er bara farinn að kalka - einfalt mál. Lou er mjög einmana um þessar mundir, er fluttur á kránna og á ekki samleið með mörgum. Connor hefur komið lítið í þættina síðan Michelle fór til Nýju Jórvíkur - en síðustu þætti hefur hann verið að selja ástarljóð sem Lou skrifaði dýrum dómum en var síðan böstaður af Lou - og rak Lou hann víst, hann var samt inni hjá Lou í gær að hjálpa til á skrifstofunni.
Joe, Lyn, Jack, Nina;
Joe og Lyn eignuðust barn á dögunum. Jack er búinn að vera í einhverju sambandi við frú Edwinu-'ég er með stóran munn' en veit Nina ekkert af því. Nina ákvað að sofa hjá Jack því hún gerði sér grein fyrir að hann sé ekki vanur að bíða eftir samförunum - eins asnalegt og það kann hljóma. Jack fékk samviskubit og keypti svakalegan hring handa Ninu fyrir verðmætan fótbolta sem einhver kona í fótboltafélaginu hans í Englandi gaf honum - á boltanum voru eiginhandaáritanir frá öllum spilrurum liðsins.
Toadie, Stuart, Libby;
Toadie kenndi Stuart um dauða Dee og henti honum út. Þegar Stuart kom til hans í leit að sættum þá henti hann dótinu hans í jörðina og hótaði honum lögsókn. Stuart og Libby ákváðu þá að fara að búa saman í leiguhúsnæði. Toadie mætti í vinnuna til Tim og drullaði yfir kúnnana þeirra. Tim sendi hann heim og sagði honum að koma aftur þegar hann væri tilbúinn. Móðir hans Toadie mætti síðan á svæðið og þá fór Toadie að sjá hlutina í réttu ljósi. Hann bað Stuart fyrirgefningar og er farinn að vinna aftur.
-
Þá er þetta komið - endilega skrifið ykkar álit og bætið einhverju við ef eitthvað kann vanta.
Kveðja,
Hrannar Már.