Jæja, loksins kemur leiðarljósgrein…
Það er margt búið að ske undanfarnar vikur. Það helsta er náttúrulega að búið er að leysa úr vandræðum Davids, eins og allir vita (vonandi), og var lendingin sú að hann var ekki sóttur til saka fyrir morðið á Vinnie Morrison. Öllum að óvörum ákvað Hamp að standa með David við vitnaleiðslurnar og vitnaði David í hag! Hann og Kat svífa því á skýjum þessa dagana, en lítið hefur sést til þeirra eftir réttarhöldin.
Jenna og Roger eru komin heim úr brúðkaupsferðinni, AM og Gilly til mikils ama, enda það fyrsta sem Roger gerði eftir heimkomuna var að góma þau saman…þau náðu þó að skvetta ryki í augun á honum…en hann veit þó að AM var að sniglast inn á skrifstofunni hans meðan hann var í burtu og veit af Bess Lowell…nú verðum við bara að bíða og VONA að AM finni hana á undan Roger!
Loksins, loksins er Alexandra komin heim! (bara verst að það er ný leikkona) það er því alveg víst að Roger þarf að fara að vara sig því nú styrkist sífellt lið andstæðinganna (við skulum bara vona að Lucy skipi sér í það lið líka). Það var þó bara fyndið þegar Alex var að snúa heim í heiðargarðinn, gengur inn í húsið og undrar sig á því að AM og ELeni séu ekki heima, svo ekki sé minnst á Veru, en svo heldur hún bara í bælið og finnur þar Jennu og Roger! vægt sjokk fyrir báða aðila:) og ekki nema fyndið þegar Jenna öskraði upp yfir sig “IT´S alive!”:) en það var nú augsýnilegt að Roger var skemmt yfir þessu, nú var það Alex sem var skilin eftir í ræsinu og hann á ALLT! þá er bara að bíða þess dags þegar “sá hlær best sem síðast hlær” og teppinu verður kippt undan fótum Rogers…hlýtur að koma að því!
Svo er það nýja stelpan í bænum…dóttir Buzz og hálfsystir þeirra Franks og Harleyar, sem enginn vissi að væri til! Það lítur þó út fyrir að hér sé komin kærkomin viðbót við íbúa Springfield, sú stutta er hnyttin og skemmtileg…auk þess sem að allar blikur eru á lofti um að hún og AM muni eiga samleið í nánustu framtíð:) Adrei að vita nema hún sé hin eina sanna fyrir hann, við skulum bara krossleggja fingurna og vona það besta!
Svo er nú annar sem hefur lagt leið sína til Springfield að nýju, enginn annar en Josh Lewis….eflaust hafa margir saknað hans, þó ég sé nú ekki ein af þeim! En það er þó eflaust ekki langt að bíða þess að börnin snúi til baka líka, þau Marah og Shayne…og jafnvel Sarah og Hawk? Það væri amk fáránlegt ef að Josh ætlaði að fara setjast að í Springfield án barnanna, þó svo að tengdaforeldrarnir séu eflaust betur geymdir í Tulsa hjá Rusty (sællar minningar)…
Af öðrum er það að frétta að nú um stundir eru Nick og Mindy í rósrauðri ástarvímu, áhorfendum til mikils ama, en aldrei að vita nema eitthvað slettist upp á hamingjuna fyrst að Alex er komin í bæjinn:)
Bridget neitar að segja Hart hvað sé RAUNVERULEGA að gera hana brjálaða í sambandi við hann…því ekki er það Julie, heldur blessað barnið…
Ed og Eve eru byrja að stinga saman nefjum af alvöru…Blake hagar sér eins og smákrakki út af því…og ekki tekur Michelle því betur, alveg frábært þegar hún spurði pabba sinn hvort að fyrst hann þyrfti að vera með konu af hverju það gæti þá ekki verið Holly? :-) …annars er Holly einnig ósátt við þetta nýja ástarsamband hans Eds, enda hafði hún ætlað sér að næla í hann sjálf:) …Vanessu er að sama skapi ekki rótt í ljósi fortíðar Eve og náttúrulega er Mindy einnig mótfallin … það eru því margir þröskuldarnir sem samband þeirra þarf að yfirstíga áður en að fullkomin hamingja getur svifið yfir vötnum á Bauer heimilinu:)
Ross var nú ekki lengi að fyrirgefa Blake mistökin með AM forðum daga…en af Ross er það einnig að frétta að hann VANN loksins mál, eftir LANGA bið:)
Harley og Mallet eru loksins búin að gifta sig, öllum til mikillar hamingju, og eru nú í brúðkaupsferðinni í Ford Keys þar sem þau eru eflaust að veiða saman einhverja fiska…en það bíður nú skellurinn þegar heim verður komið…Harley mun örugglega eiga erfitt með að sætta sig við að fjölskyldan hefur stækkað og að pabbi gamli eigi aðra dóttur!
Í lokin það er ekki nóg með að búið sé að skipta út þeim sem léku Hart og Alex heldur er LÍKA búið að breyta um leikara á Billy! Hvers eigum við að gjalda?