þetta var mjög skemmtilegur þáttur.. eins og raunar alltaf.
Allir meðlimir Cohen fjölskyldunnar eru orðnir pirraðir á Hayle en Kirsten kemur sér aldrei að því að ræða við hana hvenær hún fari og hvað hún ætli sér að gera.
Sandy og Kirsten eiga orðið svolítið erfitt með að finna svolitla stund til að vera með hvoru öðru og verða því fegin þegar þau komast að því að þau verði með húsið fyrir sig. En Ryan og Seth ætluðu á Rooney tónleika (held það sé skrifað svona) ásamt Marissu, Önnu, Oliver og Luke. Hayle ætlaði á date með Jimmy Cooper, en hann hafði oft hjálpað kirsten að passa hana þegar hún var lítil og endaði skemmtilegt samtal þeirra með ákvörðun um date.
Seth, sem hafði lengi ætlað að segja Summer frá sambandi þeirra Önnu, kom sér aldrei almennilega að því og varð því heldur betur ekki rótt þegar Summer mætti á Rooney tónleikana (en Oliver hafði reddað þeim backstage passage).
Ekki fer kvöldið alveg eins og það átti að fara, en Hayle og Jimmy fluttu datið heim til þeirra Cohen hjóna þegar þau sáu að Golden Girls væru í sjónvarpinu (þáttur sem Hayle horfði alltaf á). Ryan sem lendir í pínu útistöðum við Marissu vegna Olivers rýkur út en þar sér hann einhvern gaur reyna að “ráðast” á Oliver, en það kom útúr dúrnum að það var lögreglumaður sem hafði gómað Oliver við að reyna að kaupa 3. grömm af hassi. Ryan kemur honum til hjálpar og hringir í Sandy og biður hann að hjálpa Oliver, sem hann og gerir.
Þetta er svona í meginatriðum það sem gerðist í þættinum… þó svo að þetta sé nú ekki eitthvað mjög nákvæmt.
Svo má til gamans geta að ein skemmtileg lína var sögð en hún hljómaði einhvernveginn svona: So, where are you going next? Europe?? Iceland?? (svo nefndi hann eitthvern einn stað enn) en þetta var Sandy að tala við Hayle.
Mjög skemmtilegur þáttur … gerist ekki betra.. snilldar þættir.. enn og aftur!!