Vá, eftir þennan þátt þá bara varð ég að setjast niður og deila með ykkur mínu áliti og smá umsögn um þáttinn.
En allaveganna, nú snýst nánast allt um ránið hjá Susan og Karl. Við auðvitað vitum að það er hann Darcy sem rændi þau, frændfólk sitt og ef þið eruð eitthvað lík mér þá vonum við mest að þetta komist upp. Og það gerðist svona næstum því.
Lyn hafði semsagt fengið þessa minningu um Darcy þegar þau rákust aðeins saman á læknastofunni og er þá alveg handviss að þetta er hann en auðvitað vilja Susan og Karl ekki trúa því.
Og lögreglan kemur og talar við Darcy en fær nú lítið upp úr honum og tala þá við Dee, en græða ekki mikið á því heldur. Meðal annars því Dee trúir ennþá lygum Darcy um að James skuldi honum pening fyrir ólöglega fjárhættuspilið og að það sé svona lítið í íbúðinni hans því hann sé að gera hana upp.
En Darcy segir henni svo næstum allt. Að hann hafi skuldað James peningana og hann hafi selt næstum allt úr íbúðinni en hann segist ekki hafa rænt Susan og Karl.
Og slettir þetta aðeins upp á vinskapin hjá annarsvegar Joe og Lyn og Karl og Susan og það endar með því að Susan segir af sér sem guðmóðir barnsins.
Og svo í endann á þættinum kemur Dee heim til Darcy, bara svona til að kíkja á hann eftir “erfiðan dag” en þegar hún kemur er Darcy að leita að hringnum sem hann geymdi í blómapottinum, trúlofunar(eða var það giftingar?)hring Kennedy hjónanna.
Dee segir honum að laga te, því hún skal bara þrífa þetta fyrir hann og viti menn, hún finnur hringinn og þannig endar þátturinn.
Og þá er bara að bíða og vona, eða er það ekki?
En það sem er annað að gerast er nú þetta með Taj og Libby, hann er nú bara að deyja ,,greyið" strákurinn úr ást af henni, búinn að ljúga að strákunum að hann sé að fara á date með stelpu (segir ekki að það er hún) á þriðjudaginn.
Já, svo er það ekkert (held ég) sem að ber hæst, en ef svo er , endilega nefnið það hérna fyrir neðan.
Og vona þá ekki allir að Dee tali við lögguna og Susan, Karl, Lyn og Joe?
-erlam89