Þátturinn í kvöld var nú ekki af verri endanum. Hér er smá yfirlit yfir það helsta sem gerðist.

Í byrjun þáttarins voru þau Marissa og Ryan að koma úr bíó og Marissa segir við Ryan þessi áhrifaríku orð: Ég elska þig.
Ryan getur með engu móti sagt þessi orð til baka enda þótt hann vilji það.

Einn daginn þegar Marissa er hjá geðlækninum býður strákurinn sem hún hitti í seinsta þætti, henni í partý sem hann atlar að halda á The Four Seasons hótelinu. Ryan vill hinsvegar ekki fara þar sem þau höfðu þegar ákveðið að vera bara heima og hafa það kósý um kvöldið, gamlárskvöld, það er að segja.

Hayle, móðursystir Seths kemur, öllum að óvörum og á gamlárskvöld heldur hún svaka partý í húsinu þegar Sandy og Kirsten fara í makaskiptapartý. (en Hayle sagði að þau væri orðin of stöðluð, eða eins og hún sagði: wow, your so… like… married.)
Kirsten íhugar þessi orð og finnst henni ef til vill eitthvað til í þessum orðum. Í þessu makaskipta partýi daðra þau svona með hálfum hug við annað fólk (augljóst að þeim finnst það ekki skemmtilegt) og endar það þannig að þau fara bara heim saman.

Þegar þau koma svo heim, er útlitið ekki nógu gott! Allt húsið var í rúst og í ljós kom að þetta partý sem Hayle hélt (þeim óafvitandi, hafði farið “pínulítið” út úr böndunum.) Í þessu partýi kom í ljós að það áttu fullt af fólki eitthvað sökótt við hana, eða að hún skuldaði allavegana 2 mannskjum peninga. Hún hafði lokað þá Ryan og Seth inni í laugarhúsinu og var Seth hræddur um að klára allt súrefni :)… Þær lenda í rifrildi systurnar en þau Sandy voru ánægð með þá niðurstöðu að þau áttu í góðu sambandi.

Ryan kemst að þeirri niðurstöðu að hann elski Marissu og nokkrum sekúndum áður en nýja árið hefst nær hann að komast í partýið sem Marissa hafði farið í (hjá Oliver, stráknum hjá geðlækninum) og endaði það með því að þau kysstust og hann sagðist elska hana. En sagt er að árið verði allt eins og það byrjaði þannig að útlitið er gott.

Svo gerðist enn eitt í sambandi við Seth og hans kvennamál. Anne kemur heim til hans og endar það kvöld með kossum :D. Summer, sem hafði hitt eitthvern strák í partýinu var ljóst að hún var enn yfir sig hrifin af Seth og flýtir sér í burtu. (en þessi strákur hafði blikkað aðra hvora, Anne eða Summer en þær sátu hlið við hlið. Þær vildu ekki að sama sagan endurtæki sig og með Seth þannig að niðurstaðan var að Summer “fékk” hann.


þetta voru ´nú svona aðalatriðin þó þau séu nú kanski heldur of nákvæm… Njótið :D