Nú er glatt á hjalla á heimili Cohen fjölskyldunnar. Jólin að ganga í garð, og Seth kominn í jólaskapið, enda ávallt verið mikið jólabarn. Þátturinn hefst á því er Kirsten og Sandy koma inn með jólatréð, sem þau reisa svo með hjálp Ryan's ásamt leiðsagnar Seth's. Þau eru jólin ekki venjuleg á þeim bæ, að því leyti að Sandy er gyðingur en Kirsten kristin. Því fann Seth ungur að aldri uppá hátiðinni ‘Chrismukkah’, blöndu af jólahátíð gyðinga, ‘Honikkah’, og jólum kristinna ‘Christmas’. Þetta eru fyrstu jól Ryans með Cohen fjölskyldunni, og því þurfa þau að þjást við blendnar tilfinningar, þar sem minningar Ryans af jólunum eru ekki góðar. En nú voru breyttir tímar, og ætlar Cohen familiían að gera allt í sínu valdi til að gera hátíðina sem besta fyrir nýja fjölskyldu meðliminn. Þau skreyta tréið án Ryans, sem enn þarf að kljást við slæmar minningar nýjustu jóla.
Áfram heldur stríð Önnu og Summer um Seth, sem ekki hefur enn gert upp hug sinn, þe. hvora hann ætti að velja, enda erfið ákvörðun. Sérstaklega eftir 16 ár án kvenmanns, en svo skyndilega er kappinn með tvær í takinu. En hann heldur áfram að hunsa ráð Ryans sem ítrekar að hann þurfi að velja aðra hvora, en á Chrismukkah þarf ekki að velja, eða svo segir Seth. Kirsten fer að forvitnast um Ryan til að auðvelda þeim hjónum gjafainnkaupin, en hafði áður tekið fyrir allt slíkt, og því ekki beint jákvæður gagnvart spurningum hennar. Þó færir Sandy slæmar fregnir, þar sem að fyrirtæki Caleb's, föður Kirsten, hefur neitað að semja við lagafirma Sandy's, og því er hátíðin ónýt. Jólafríið myndi allt fara í lagavinnu og undirbúning fyrir réttardag. Seth sættir sig ekki við tíðindin því að hans sögn er Chrismukkah óeyðinleggjanleg.
Jimmy Cooper er enn í leit að vinnu eftir hið slæma fjársvik hans við vipskiptavini sína. Þetta gerir þeim feðginum enn erfiðari fyrir yfir hátíðarnar, en Marissa er þó jákvæð, og segist jafnvel tilbúin til að sleppa jólunum í þetta skiptið. Jimmy þvertekur þó fyrir það, enda ákveðinn í að finna vinnu til þess að geta haldið jólin með stæl eins og þau hafa gert árlega, þótt aðstæður séu breyttar.
Komið er að Newport Group Jólahátíðinni, og neyðast allir meðlimir Cohen fjölskyldunnar til að fara. Útlitið er þó ekki svo slæmt fyrir Ryan og Seth, þar sem Marissa fer ásamt föður sínum, og Summar og Anna ætla einnig að hitta Seth á samkomunni. Ryan þarf þó að fara í verslunarmiðstöð hverfsins til að kaupa föt fyrir kvöldið. Marissa heimtar þó að koma með, homum til hjálpar við fatavalið, enda vön slíkum búðarferðum. Þegar hún kemst í návist við öll þessi föt og skartgripi, áttar Marissa sig á að hún á ekki efni á þessum fína lífsstíl lengur. Þegar hún og Ryan ganga að bíl sínum á bílastæðinu, eru þau stoppuð af öryggisverði, og Marissa beðin um að hella úr veski sínu. Ryan bregst illa við, en hún veit uppá sig sökina og veitir enga mótspyrnu. Þá kemur í ljós að hún hafði tekið uppá því að ræna þeim hlutum sem hana girnir í en ekki haft efni á, þám. úri, eyrnalokkum og varalit. Útlitið ekki gott, en búðin ákveður að kæra ekki, svo Marissa sleppur, en er þó neydd af foreldrum sínum að fara til sálfræðings eins og áætlað var eftir ferðina miklu til Mexico.
Seth heldur áfram jólaboðskap sínum og gefur Ryan sinn eigin jólasokk, en siðurinn þar á bæ er að allir eigi sinn sokk yfir arinum. Kirsten kemst yfir skjöl hún augljóslega átti ekki að komast yfir. Það kemur í ljós að faðir hennar Caleb hefur haldið niðurstöðum rannsóknar á stóru landsvæði leyndum í nokkurn tíma, en hann hefur einmitt staðið í strembinni sáttaumræðu um svæðið við lagafirma Sandy's. Sandy nýtir tækifærið og neglir Caleb í sjálfu jólaboðinu, honum til mikillar ónægju. Seth fær Summer og Önnu heim til sín, aðeins á undan áætlun þó þar sem þeim báðum hafði dottið í að koma aðeins á undan hinni, með vægast sagt skondnum afleiðingum. Anna færir Seth jólagjöf; teiknimyndasögu sem hún teiknaði sjálf, um ævintýri Seth Cohen's og leikfanga hests hans Hr.Oats, honum til mikillar ánægju enda harður hasarblaðaaðdáandi. Gjöf Summer's til hans var þó aðeins frábrugðið, þótt þemað hafi ekki verið ósvipað. Hún beið þangað til hún næði Seth einum og dró hann inní herbergi. Þar klæddi hún sig úr kjólnum, en undir honum leyndist Wonderwoman búningur. Þegar þau voru í faðmlögum, gengur Anna inná þau. Þá átta þær sig á að Seth þurfi að velja aðra hvora þeirra áður en einhver verður sár.
Marissa reynir að gleyma vandamálum með drykkju, og sparar ekki sopana úr vodkaflösku sem hún sjálf kom með í jólateitið. Drykkja hennar veldur Ryan mikilli óánægju, sem leiðir til þess að Marissa strunsar út og stefnir heim á leið, keyrandi, þó vel undir áhrifum áfengis. Ryan fær þó að keyra hana heim eftir smávægilegan árekstur hennar við bíl í stæðinu við hliðiná. Á heimleiðinni eru þau stöðvuð af lögreglunni, sem tekur eftir opnu áfengisíláti Marissu. Þau reynast þó heppin í þetta skiptið þar sem löggan þarf að sinna mikilvægu útkalli, og þau sleppa með skrekkinn. Ryan hendir þá vodkaflösku Marissu, og rennur á hann æði. Marissa hræðist og brestur í grát, en jólin farin að líkjast fyrri hátíðum Ryans skuggalega mikið.
Daginn eftir fær Seth bæði Önnu og Summer í heimsókn þar sem hann reynir að sættast við aðra hvora þeirra sem vin sinn, og leysir þær út með gjöfum. Báðar afþakka þó, og neita vinskapar hans, svo ekki leysist vandamál Seth. Ryan virðist þó vera að taka christmukkah hátíð Cohen fjölskyldunnar í sátt, og hengir jólasokk sinn ásamt hinum fyrir ofan arininn. Marissa fer á fund við nýja sálfræðing sinn, og kynnist þar dreng að nafni Oliver Trask, sem að sjálfur sækir tima hjá öðrum sálfræðing á sömu stofu. Þeim virðist báðum líka ágætlega við hvort annað, en Oliver virðist vita skuggalega mikið um Marissu. Þau skilja þó í góðu, en hver veit hvort að samband þeirra eigi eftir að styrkjast með tímanum.
Þáttur kvöldsins var afar tíðindamikill, eins og eflaust sést á umfjöllun minni, sem virðist býsna löng. Hann var þó aðeins lengri en ég ætlaði mér, svo ég býst við að það sé ekki hægt að kalla þetta söguþráð þáttarins í grófum dráttum þótt að ýmis smáatriði vanti. Næsti þáttur af O.C., verður sá 14. í seríunni og nefnist The Countdown. Hann verður eflaust ekki verri toganum, og bíð ég spenntur eftir sýningu hans á skjáeinum til að geta haldið áfram umfjöllun minni um þessa frábæru þætti.
DrEvil
hallihg@simnet.is