Daginn sápuaðdáendur.
Þetta verður ekki langt, ég vil bara tilkynna nokkrar nýjungar á áhugamálinu og svo getið þið kommentað á þær - en ekki fara út í einhverja vitleysu, því ég hef þann fíduz að geta ‘eytt svörum’.
Í fyrsta lagi þá fannst mér frekar pirrandi hvað áhugamálið var orðið stórt og tók því stærstu kubbana (Sýningartímana, Hverjir búa hvar í Ramsay st. og Tilgang áhugamálsins) og setti í einn kubb. Ég fékk svo smá hjálp frá Svavari ‘Fragman’ við að setja þetta saman í þægilegt form. Núna er þetta bara í ‘Sjá Meira’ og þið ýtið á tenglana. Tenglarnir færa ykkur þá nákvæmlega á þann stað sem þú valdir - frekar nett og illa flippað.
Ég setti einnig inn mynd á áhugamálið sem kemur þeim skilaboðum til ykkar að : EKKI SETJA INN SPOILERA Á ÁHUGAMÁLIÐ! Þess má geta að ég orðaði hana frekar frjálslega. Vinsamlegast farið eftir þessum skilaboðum - það er fátt leiðinlegra en að skemma fyrir öðrum. Ég vil benda á að ég á ekki allan heiðurinn af myndinni, ég gerði bara textann - ég held að annaðhvort einhver admin á /sorp eða stórhugarinn ‘bmson’ eigi heiðurinn af henni. Endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með einhverja vitleysu.
Ég hef ekki mikinn tíma núna sökum einhverra prófa sem ég mun sækja í byrjun maí og vil því athuga hvort það sé einhver þarna úti sem vill sjá um að rita niður nöfn persóna, nöfn leikara, hvar persónurnar búa og helstu einkenni þeirra úr þáttunum ‘The O.C.’ - ég fínpússa þetta svo og set inn sem fyrst. Ef ÞÚ ert tilbúinn í þetta verk, sendu mér þá e-mail á : hrannar@bjornthor.com - eða bara skilaboð.
Jæja, þá er það komið á hreint.
Kveðja,
Hrannar Már.