Er búin að sjá síðustu viku af glæstum eftir langt hlé og get ekki orða bundist.
Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að verst sé að vera Brooke ef maður er hluti af Forrester fjölskyldunni en nú hef ég skipt um skoðun, það er óneitanlega hlutkesti Thornes. AUMINGJA hann!
Þó að margt hafi gengið á í samskiptum Brooke við fjölskylduna þá er hún samt hluti af henni af eigin vali, en velslings Thorne fékk ekkert val, hann var svo óheppinn að fæðast inn í þessa fjölskyldu, sem notar hvert tækifæri sem gefst til að níðast á greyinu. Það er vægt til orða tekið að segja að hann eigi alla mína samúð og vorkunn í augnablikinu!
Ef við lítum yfir söguna, eins og ég þekki hana en ég hef verið mjög ótraustur áhorfandi…dett stundum inn og þess á milli horfi ég ekki mánuðum saman… Fyrst þá horfa allir brosandi á þegar að Ridge giftist Caroline, sem Thorne var einnig ástfanginn af og hafði verið giftur. Svo eru allir mótfallnir Macy þegar upp kemst um hverra manna hún er, en sú andúð deyr þó fljótt. Næst eru allir svo uppteknir af endalausum vandræðum Ridge í kvennamálum, að enginn stoppar til að íhuga að kannski þarf Thorne líka stuðning fjölskyldunnar til að samband sitt gangi upp. Honum verður nú ekki kápan úr því klæðinu og hjónabandið fer í vaskinn (það er nú búið að gerast hvað 2-3 sinnum í tilfelli hans og Macy). Svo fellur hann fyrir illa lækninum Taylor, sem ég held að hafi nú bara verið að nota hann. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að hann fékk engan stuðning þá frekar en venjulega, ef eitthvað er var hann hataður fyrir vikið af allri fjölskyldunni…ef frá er talin Brooke:) og nú á að þvinga greyið í hjónaband með konu sem hann er ekki ástfanginn af bara út af því að annað gæti komið mömmu gömlu í uppnám! Það á ekki af honum að ganga.
Ég er ein af þeim sem er sátt við samband þeirra Brooke og Thornes. Þau hafa LENGI verið góðir vinir og kannski ekki furða að sambandið þróist á þennan veg (sér í lagi þar sem þetta er sápa). Ég hef, ef satt skal segja, lengi beðið þess að það færi að gneista á milli þeirra. Satt að segja er ég líka guðs lifandi fegin að Brooke virðist að mestu komin yfir helv…Ridge. Þó fyrr hefði verið, asninn er búinn að vera að nota hana frá því að sýningar hófust. Hún á skilið að finna hamingjuna og vona bara að þetta endist hjá þeim, því ég held það sé líka kominn tími á að Thorne finni hamingjuna.
Ég vil nú minnast á eitt enn…hvurs lags dónar eru þetta að bjóða ekki mömmu Ricks í þessa heita endurnýjun? Og í framhaldi af því verð ég að minnast á það að annað fékk mig til að gapa niðrí gólf af undrun, en það var þegar Macy talaði eins og hún ætti ENGA sök í hjónabandsvandræðum þeirra Thorne hingað til. Einmitt! Flott þetta valda minni í sápunum, sem er hvimleiður galli á flestum ef ekki öllum sápukarakterum.
Að lokum vil ég bara segja að ég vona til Guðs að Thorne láti ekki neyða sig í þetta hjónaband. Sjaldan hefur maður séð eins harða sálræna árás og þegar Eric samasem sagði honum að ef hann vildi ekki drepa mömmu sína þá skildi hann sko taka sig til og játast Macy á staðnum! Aldrei hélt ég að Eric væri svona vondur, reyndar sýndi hann þessa hlið á sér þegar hann ætlaði að “ræna” börnunum af Brooke…sem minnir mig á eitt hvar er Bridget?