Nú get ég ekki orða bundist. Þátturinn í dag var frábær:) Sérstaklega ef hann er settur í samhengi við þáttinn í gær…
Loksins loksins fékk Julie leiðindaskjóða að heyra það. Já, hún mátti svosum reyna að neita því að henni hafi fundist hún svikin þegar hún ákvað að trúa því að Hart hafi verið að reyna við Jennu…mikið var yndislegt að sjá hann segja henni að hoppa upp í rassgatið á sér. Vælandi um litað gler, þegar það sem hún vildi í raun segja var “hvernig dirfistu að sýna annarri konu en mér áhuga og gera tilraun til að move on?!”
Ég held það hafi aldrei sést eins vel og í dag að Bridget hefur í raun rétt fyrir sér um Julie þegar hún segir svo skemmtilega “Julie loves Julie”…
En ég verð samt að efast um að Hart hafi skilið þessi glerbrot eftir fyrir utan. Var hann ekki enn með Dylan þegar það skeði? Eða er þetta eitt af þessum atriðum sem eru í raun ekkert að gerast á sama tíma þó þau séu sýnd á sama tíma? I gotta wonder, því hver annar ætti svosum að skilja þessi glerbrot eftir? Maður spyr sig!
En allavega, ef við setjum nú það þegar Hart var að segja Julie til syndanna í dag í samhengi við það þegar hann var að lýsa sambandi sínu við Bridget í gær þá…getur maður ekki annað en séð fram á bjartari tíma í samskiptum þeirra Bridget og Harts…aldrei að vita nema að nú styttist í að hún segi honum frá barninu og að hún fái loksins í kjölfarið drauma sína uppfyllta (allavega karlalega séð)…
En á móti kemur að þetta barnamál gæti, eða öllu heldur getur ekki annað en, skapað vandamál milli þeirra. Því honum hlýtur að sárna og verða reiður þegar hann kemst að þessu, því þó hann hafi ekki verið á staðnum þegar öll ósköpin dundu á þá er hann samt löngu kominn til baka og búinn að vera nægur tími til að segja honum frá barninu…svo að kannski munum við ekki sjá þau “happy ever after” í bráð:(
Við skulum þó vona það besta. Þau eiga mun betur saman en Hart og Julie eða Bridget og Dylan…