Daginn,
Darcy mætti til ömmu Dee í von um að fá að gista þar. Hann á í einhverjum vandræðum við spilafélaga sína. Dee var ekki hress með að Darcy væri kominn, því hún vildi fá að vera í friði og ró. Amma Dee bauð honum í kaffi og ‘muffur’ og hann þáði það. Þegar hann og amma Dee eru í göngutúr hringdi síminn hans Darcy og það var þessi John sem Darcy skuldaði, að mig minnir, 60.000 Ástralska dali.
Tahnee er komin aftur, þessi leiðinlega stelpa. Ég þoli hana ekki. Núna er hún komin til baka frá New York og ætlar sér að ná Jack á sitt band. Hún og Nina voru að vinna saman á einhverri ráðstefu og það sást á henni hvað hún elskar það eitt að láta annað fólk þjást, hljómar eins og trailer á einhverri lélegri bíómynd - en þessi stelpa er bara slútta og ekkert annað.
Lori og Taj eru búin að hanga mikið saman undarfarið og eru orðin mjög góðir vinir. Jack er ei velkominn á meðal þeirra og reynir Taj að fá hann rekinn úr fótboltaliðinu og samþykkja allir það. Lori fannst það samt ekki góð hugmynd þar sem Jack er langbesti leikmaðurinn - en enginn vill lygara í lið sitt, eins og Taj benti réttilega á. Lori datt síðan í gólfið og stóð upp, það sýnir á sinn hátt að henni fer batnandi.
Lyn og Susan eru mikið saman, svona á meðan Joe og Karl eru í New York og fóru þær saman út að borða áðan - á kostnað Lyn. Nina var að vinna sem gengilbeina og heyrði þegar þær tvær töluðu um samband Jack og Ninu, henni sárnaði við það. Lyn bað Susan um að vera guðmóðir barnsins síns, sem fæðist von bráðar.
Þetta var svona það helsta sem gerðist í dag.
Kveðja,
Hrannar Már.