Það er frekar langt síðan það kom inn grein um hvað væri í gangi í Ramsay götu, þannig ég ákvað að koma með smá ‘öppdeit’.
Toadie & Dee - Sambandsslit
-
Fyrir nokkru, í stórveislu, komst Toadie að fyrra hjónabandi Dee. Fyrrvr. eiginmaður hennar mætti í veisluna, eins og ekkert væri, og við það reiddist Toadie. Dee hafði ekki sagt honum neitt um að hún hafi verið gift áður. Toadie fannst hann vera svikinn og fannst afskaplega leiðinlegt að hafa ekki fengið að vita þetta - honum fannst Dee hafa leynt honum of stórum hlut og sá sér ekki fært að treysta henni aftur. Ég held að Darcy hafi fengið hann til að koma - því, eins og við öllum vitum, þá elskar hann Dee heitt og þráir fátt meira en að byrja með henni aftur. Darcy traðkar á öllum í þessari vonlausu baráttu sinni, sem mun koma honum um kolla seinna meir. Toadie og Dee skildu að og Dee flutti fljótlega til Darcy's. Darcy fékk vinkonu sína, Sindi(með Ess-i), til að lokka Toadie til sín - til að særa Dee og reyna að fá hana til að gleyma Toadie.
Sindi varð ástfangin af Toadie, en Toadie finnur ekki sömu tilfinningar til hennar. Darcy reynir eins og hann getur að koma Toadie fyrir kattarnef, í þeim tilgangi að koma sjálfum sér að Dee, og gengur það vel. Við verðum samt að bíða og sjá hvernig þetta fer.
-
Jack og Lori - Lori hreyfir ei sína fætur
-
Eins og sjálfsagt flestir vita, þá ákváðu Jack og Nina að segja Taj og Lori frá sambandi þeirra - og þ.a.l. segja þeim upp. Nina byrjaði og sagði Taj að hún vilji ekki vera með honum lengur. Hann tók það mjög nærri sér og sagðist elska hana. Hann hljóp útúr skólanum með tárin í augunum, en Lori ákvað að fara með honum - svo hann þurfi ekki að vera einn. Þau fara að sundlaug og tala saman. Þau fara eitthvað að fíflast og Lori hleypur á sundlaugarbakkanum, en hún dettur og meiðir sig og rennur beinstuleið ofan í sundlaugina. Hún er send á spítala, þar sem hún er í nokkra daga, og nær ekki að hreyfa fæturna. Jack verður auðvitað reiður útí Taj, eins kaldhæðnislegt og það hljómar nú - þar sem hann var að fara að segja henni upp - en það verður sjálsagt ekkert úr því fyrr en hún er búin að jafna sig.
-
Steph & Alex - Ródtripp
-
Alex hefur planað að fara í ferð umhverfis Ástralíu lengi og ákvað hann að taka Steph með sér. Þau fóru loksins af stað og voru nokkrir ósáttir með það, t.d. Max. Hann ætlaði að tjá Steph ást sína en safnaði ekki kjarki nógu og fljótt - hún fór því og kemur ekki strax aftur. Þessi ferð þeirra er eiginlega nýbyrjuð og veit ég fátt um hana enn sem komið er. En það sem ég veit er, að þau fóru á mótorhljólum og hafa lennt í nokkrum hættum á leiðinni.
-
Áður en ég kveð yður hér í kvöld þá vil ég biðja ykkur sápuaðdáendur að byrja að senda inn greinar og annað efni. Áhugamálið er í lágmarki núna, það sendir enginn inn greinar um Nágranna og eftir að Seppi fór, þá koma engar greinar um Leiðarljós. Ég vona líka að þið notendur sem sendið inn greinar sem eru 3-4 línur skiljið að ég geti ekki samþykkt þær. Greinarnar verða að standast kröfur.
Kveðja,
Hrannar Már.