Sælir Ljósaaðdáendur.
Veit að það er langt milli greina en er að flytja út núna á laugardag svo það verða greinar 24-27 feb.-04
Þannig að eftir mánmót mun ég ekki skrifa fleiri. Mig langar að þakka fyrir þessa stund hér, og vona að einhverjir aðrir góðir penni taki við. Því að þó ég sé erlendis þá er gaman að fylgjast með, og þakka líka öllum sem komu með comment nema litlu börnunum sem komu með skítkastið en það er búið að uppræta það núna.
Kv: Seppi

Það sem er búið að gerast frá síðasta greina skrifum er samkv. mínu minni að Vinny ræðst á Stavros og lemur hann. David kemur og stendur upp í hárinu á Vinny. Kat kemur og Vinny tekur hana hálstaki og ætlar að nauðga henni, skipar David að þvo gólfið.
Þar stakk hann Vinny.

Allir er að leita að honum út af því að frændi Vinnys er lögga.

Leiðarljós 24.2

Morðið á Vinny er á öllum fréttastöðvum, og þar er David lýst sem morðingja.

Spring Field Journal:
Holly, Alan Michael og Fletcher tala um þetta mál og svo kemur Blake að tala við mömmu sína um pabba sinn (Roger). Hvað hafði gerst, hann væri svo niðurdregin eitthvað. Hún útskýrir það fyrir henni, að þegar allt er um garð gengið þá vildi hann fá allt á hreint og rekur lífshlaup sitt og ef hann hefði látið lífið þá hefði hann átt svo mikið ósagt. Hann opnaði sig fyrir Holly og að hann elski hana og það er búið milli hans og Jennu.

Íbúðin hennar Eve.
Davíð er í felum í íbúðinni, Bridget kemur með mat til hans og þau tala saman um þetta hún fer svo og hittir Kat. Hún kemur svo aftur og segir hve mikið Kat elski hann, David vill hitta Kat en Bridget afræður honum það þangað til kvöldar, hún segir honum að löggan er að leita að honum og með hléraða síma. Hún kemur með hreina skyrtu en svo koma Ed og Eve upp og þau fela sig.

Hjá Ed:
Michelle og Ed eru að hlaupa og koma heim. Hún fer að leita að Bridget og Eve kemur inn og Ed og Eve tala saman um sín mál og að hún hafi verði útskrifuð og langi að flytja inn í sína íbúð. Michelle spyr hvort hún má fara í sund og Ed segir já. Þau fara upp.

WSPR:
Hart og Roger tala um sín mál og Julie. Gilly kemur bálreið inn og segir að David er ekki morðingi heldur að hann sé það (Roger). Svo fara þau að rífast um þetta mál að hann geri þetta vegna þess að hann sé svekktur yfir því að hún sé hætt. Hart ætlar að fara en Roger segir honum að vera kjurr. Hún segir að hann megi fara til helv.

Hjá Kat og Hamp:
Kat horfir á fréttirnar og Kat ræðir þetta við pabba sinn. Gilly kemur og vill heyra frá Kat hvað gerðist. G og K tala saman um David og hvað gerðist hjá henni. Bridget kemur og vill frá Kat með út en Hamp segir STOP, það gangi ekki því að hún er aðalvitni og má ekki fara út. Hún er auðvitað fúl út af því.