Country Club:
Nick labbar út og Alan Michael á eftir honum og er tala um vinnuna við hann. Blake er þarna með manni sem ætlar að fá að auglýsa í “Póstinum” Alan Michael vill að Blake fari en hún segir að auglýsandinn hafi boðið sér. Hann lýsir fyrir A.M að þetta sé lyfjafyrirtæki sem vill auglýsa, hann tekur vel í það en það sé hængur á þessu og sá er að Spaulding vill auglýsa en A.M er á móti því. Hann fer svo og Blake talar A.M til.

Ed og Eve koma og Ross heilsar henni og henni bregður svo hún missir glas með tómatsafa yfir kjólinn og fer á salernið að reyna ná því út.

Nick hittir Mindy og þau eru í sólbaði, svo hitta þau Ross sem er að fara yfir áætlunina að Mindy stofni fyrirtæki. Mindy fer á snyrtinguna og hittir þar Blake og svo fer Blake og Eve kemur. Mindy er í vörn á móti henni (sem er von) en Mindy spyr hvernig gangi og Eve segir allt í fínu. Eve hittir Nick og þau tala saman. A.M hittir Ross og ræðir við hann um hugmyndir um Spaulding því að hann hefur heyrt að það sé allt í upplausn.

Kofi uppi í skógi:
Holly og Michelle koma sér fyrir og Holly fer að kveikja upp og Michelle að plokka mais. Svo kemur Holly út með sósur og svona og hún finnur hvergi Michelle, þá er hún undir kofanum að týna blóm. Michelle fer inn og Roger kemur niður stigann.

Geðspítali:
Eve er að hringja en Ed kemur með föt til hennar og segir að hún hafi fengið passa til að fara út. Ed vill fara út að borða í Clayton en Eve vill fara til Springfield. Og fara þau þangað á The Country Club..

Spaulding Enterprises:
Jenna og Roger rífast og Jenna rekur hann og segir að hann geti sótt launin sín hjá ritaranum. Þau rífast og Roger biður um eitt annað tækifæri og Jenna segir já ef hann giftist henni. Hann neitar því og Jenna segir þá. REKINN. Jenna fer að stjórna fundi og Davis kemur og er með hótanir við Roger og heimar af honum peninga og miðar byssu á hann. Enn stjórnarmeðlimur kemur og Roger nær að snúna Davis niður og Jenna kemur fram og hringir á öryggisvörð. Á fundinum segir Jenna að Roger sé ekki lengur starfandi hjá Spaulding og hún mun stjórna fundinum nema þau vilji fresta honum. Það er gert. Nefndarmenn fara og Jenna er eftir og Blake kemur inn og svo öryggisvörður með eigur Blakes og Rogers og Jenna biður Blake að taka þær því að hún er rekin líka. Hún spyr öryggisvörðinn hvort Davis hafi náðst en svo er ekki og hvort að það sé búið að skipta um lás. Hann svara því játandi.