Eftir að hafa horft á Sleepers í makindum undir sæng rakst ég á gullmola! Hvað haldið þið að hafi verið á spólunni? Ekkert annað en brot úr GÖMLUM leiðarljósþætti, frá þeim tíma þegar enn var líf í ljósinu.

Þarna birtist Rusty Shayne ljóslifandi á skjánum, hin eina sanna Mindy (meðan manni líkaði enn við hana og áður en hún breyttist í þá sem hélt við Roger), Rick, Meredith og Phillip…

Þátturinn var stuttu eftir yfirtökuna þegar Alan var bolað burt úr Spaulding, það hefði nú verið gaman að sjá smettið á honum… það er að segja þeim sem lék hann fyrir yfirtökuna… þessum alvöru illa en ekki linkindinni sem átti í ástarsabandi við Blake.
(Talandi um Blake finnst ykkur ekki skondið að hugsa til þess að hún var með föðurnum Alan, svo Phillip og þar á eftir bróðurnum Alan-Michael og nú er hún hot and heavy með föðurbróðurnum Ross! Best að halda þessu innan fjölskyldunnar!)

Aftur að því sem máli skiptir… gerseminni sjálfri… þarna sást því Mindy í essinu sínu, að frekjast fyrir hönd Lewis Oil útilítandi eins og realsize Barbie! Hvernig stóð á því að hún fór frá því að vera þessi framakona (aka buisness barbie) í það að vera fatahönnuður (aka designer barbie)? Einnig sást eins og áður sagði ástin hennar eina sanna sjálfur Rusty á fullu að löggast… jafn ánægð og ég var að sjá hann þá var ég nú samt í örstotsstund heldur fúl þegar að á skjánum birtist með honum Rose, hins vegar gat maður ekki verið reiður lengi því að ánægjan yfir að sjá gömul ljós var öllu fúllyndi yfirsterkariJ Sérstaklega þegar maður veit að eftir að Rose dó þá vitkaðist hann að nýju og biðlaði til Mindyar aftur… sem hafnaði honum og vælir nú yfir að geta ekki fundið ástina! Þá kemst maður ekki hjá því að hugsa “well you had it, but BLEW it!” Svona soldið þú getur nú bara sjálfri þér um kennt… þó ég eigi nú orðið í stökustu vandræðum með að tengja leikkonuna Mindy… ég sé bara Maggie Forrester úr glæstum!

Það var fleira sem gladdi mjög… en það voru þau þrjú Rick (annar sem Mindy hafnaði… valdi Roger í staðinn sem mér mun ávallt vera fyrirmunað að skilja!), Meredith og Phillip. Þeirra, sér í lagi náttúrulega vinanna tveggja, saknar maður sárt um þessar mundir. Er það fyrst og fremst vegna þess hve óspennandi ljósið er eitthvað orðið… því vantar allan kraft og já meira af alvöru skemmtilegum persónum! Svo voru þau þrjú einnig potturinn og pannan að baki eins skemmtilegasta plots frá því ég byrjaði að horfa… hrokkinhærð og ljóshærð Blake spilaði þar einnig stórt hlutverk… ég hefði nú viljað sjá Rick og Meredith lifa þá raun af, en það er víst ekki á allt kosið í ljósinu! Á þessum tíma blómstraði enn hjá þeim ástin og engin ólétta komin til að spilla ölluJ og Phillip á fullu að jafna sig eftir raunir valdabröltsins…

Eins og sjá má var þessi þáttur frá þeim tíma er Harley og Alan-Michael voru enn svarnir óvinir og alls ekkert á þeim buxunum að ganga inn kirkjugólfið, Alex átti í ástarsambandi við H.B., Phillip var trúlofaður Chelsea (þó sú trúlofun hafi reyndar lifað skammt) og Alan var alvöru skúrkur…

Sonni var ólétt og átti í feykna framhjáhaldi um leið og hún ríghélt í Josh og kom þannig í veg fyrir að hamingjan gæti blómstrað milli hans og Revu, á sama tíma voru brestir farnir að koma í samband þeirra Mindy og Rusty og Johnny Bauer var enn í ástarsorg eftir að Roxy varð brjáluð…

Ástin blómstraði hjá Bauerum og gott ef Vanessa og Ross voru ekki enn saman? Hvernig sem því líður þá er það víst að þetta voru betri tímar í ljósinu góða og maður getur ekki annað en vonað að það muni fljótt ná þeim hæðum sem það hafði þá.