Ég held að ég sé búin að haorfa á þessa þætti næstum frá upphafi allavega í svona 15 ár, úff.
Hér er mitt álit á persónunum.
HARLEY: Hún er skemmtileg, en var miklu skemmtilegri(sérstaklega þegar hún var með Joshua(eða hvernig sem það er skrifað), hvar er hann eiginlega núna).
MALLET: Hann er skemmtilegur, svona nagli.
NADINE: Hvernig væru þættirnir án Nadine, það bara gengi ekki. Hún heldur öllum plottunum uppi.
BILLY: Hann er sko held ég búinn að vera næstum frá byrjun þannig að manni finnst svolítið vænt um hann. Hann er þessi einfalda týpa, sem heldur að hann sé svaka sjálfstæður en getur ekkert án kvennanna sinni. Var svaka fúl út í hann hvernig hann fór með Venessu, en maður fyrirgefur honum því hann er svo einfaldur.
VANESSA: Fór mikið í taugarnar á mér en er bara stórbreytt manneskja, allavega held ég með henni í flestu núna.
HENRY: Æ, vorkenni karlinum, en úff hann er ekki skemmtilegur.
ROGER: Er bara snillingur, svona illmenni sem fær mann samt stundum til að brosa með sér. Hann er nauðsynlegur.
JENNA: Well hún vex í áliti, en mér finnst hún eigi að vera svo heimsk eitthvað
HART: þessi hart er miklu sætari, harðari og skemmtilegri en hinn, veit ekki hvort þið munið eftir gamla hart, úff hann var sko væmin skræfa.
DILLAN: Æ, bara leiðinlegur.
JULIE: Þoli hana ekki.
HOLLY: Afhverju brosir hún alltaf, sama hvort einhver var að deyja eða hvað? Well hún hefur skánað, var svolítið sorgleg þarna á tímabili þegar allir menn voru vondir við hana.
BLAKE: hata nýju blake, IR-þættirnir stálu gömlu sko.P en nýja er bara væmin og leiðinleg. Gamla blake kryddaði þættina svo mikið.
ROSS: Hann var alltaf þessi sem meikaði mest sens en nú er hann eiginlega bara orðin leiðinlegur.
ED: aumingja ed sko, samviskubitið sem hann hlýtur að hafa. Well þoldi hann aldrei en hann alveg skemmtilegur núna.- í hófi.
MICHELLE: Skemmtileg stelpa og góð leikkona.
Gaman að sjá hvað hún hefur áhrif á allt fullorðna fólkið, er engin þarna sem lætur börn ekki taka sig í nefið.
BILL: æ bara krakki, en úff hvað hann er oft leiðinlegur við mömmu sína. Frekja sko.
BEN: Hann virðist fínn krakki, kemur samt svo lítið við sögu.
FLECHER: Æ hann missir sig stundum út í einhverja svona Indjana jones persónu. Skemmtilegir þættirnir með honum þegar hann og alex voru að slá sér upp saman á eyjunni, en núna er hann bara leiðinlegur. Hefur ekkert að gera þarna lengur. Hann hefur samt verið mjög lengi í þessum þáttum.
FRANK: æ frank sko hvað er hann að gera með Eleni, hún er búin að fara með hann eins og ég veit ekki hvað. Sápan í þau fer bara í taugarnar á mér.
ELENI:Hvað kom eiginlega fyrir hana, hvernig gat persóna sem var bara svo áhugaverð orðið svona svakalega leiðinleg.
ALAN-MICHAEL: Æ sakna hans sko, mér finnst ömurlegt að þau misstu allt. Greinilega er hans fjölskylda að segja sig hægt og hægt út úr þáttunum.
CAT: hefur skánað, en ekki mjög skemmtileg.
DAVID: skemmtileg og sniðug persóna, hann fær mitt atkvæði.
BRIDGET: fyrst þoldi ég hana alls ekki, en núna er ég bara fíla hana. Fer í taugarnar á mér hvernig hún lét fara með sig í sambandi við barni, vona það bætist.
NICK: úff núna fyrst hann ætlar að taka mindy frekju svikara aftur, þá bara þoli ég manninn ekki.
MINDY: Er til leiðinlegri manneskja, þegar hún eyðilagði fyrir alex þá byrjaði ég að þola hhana ekki, hún átti að vera svo saklaus. Svo þurfti að taka hana um tíma úr þáttunum til að áhorfendu gleymdi hversu mikil tík hún var og svo kemur einhver ný ekkert lík persóna til baka á að leika hana. Mindy er sú sem ég þoli minnst af öllum í þessum þáttum.
EVE: Aumingja Eve sem byrjaði svo vel og svo á bara að gera hana geðveika. Fúllt því ég var að fíla hana svo vel. Samt gaman að fá einhverja spennu í þetta. Hún er góð leikkona og gæti orðið ein af þessum ómissandi til að halda þáttunum gangandi.
LILLIAN: það er búið að fara illa með hana, hún er held ég búin að vera frá byrjun, núna er öll fjölskyldan flutt, alex sem virtist eina vinkona hennar flutt og sjúkrahúsið sem virtist vera hennar griðarstaður orðin að óþægilegu svæði fyrir hana.
BUZZ(REX): skemmtilegt krydd sko. Einn af þessum sem heldur spennu og er ómissandi.
HAMP: æ get ekki sagt að hann sé skemmtilegur
GILLY: úff hún er orðin svo leiðinleg, útúr stressuð og æ bara leiðinleg
well þá eru allir komnir held ég.
Fullt af persónum samt sem voru svo skemmtilegar. Veit ekki hvort einhver man eftir Revu og tvíburasysturinnni ógurlegu(man ekki hvað hún heitir) well svo er nátturulega Alex hún og reva eiginlega voru drottningar leiðarljóss. Það er engin kona svona völdug eins og þær voru.