Hvor er skemmtilegri vondi kall, Roger eða Alan?
Ég kýs að segja Alan. Aðrir gætu verið á öðru máli. En veltum þessu aðeins fyrir okkur.

Þegar ég byrjaði að horfa var verið að koma upp um málverkabrask Alans og var hann nýbúinn að ráða leigumorðingja til að drepa Phillip. Ég hef því ekki neina concrete vitneskju um neitt sem hann gerði fyrir þann tíma.

Ástæðan fyrir því að Alan er skemmtilegasti/besti vondi kallinn er að hans illu gjörðir stjórnuðust af ALLS kyns ástæðum. Þráin eftir meiri peningum og völdum, en það hefur vísast verið undirrót þess að hann var tilbúinn að ganga svo langt að drepa ljós lífs síns. Ást á konunum í lífi hans var einnig oft tilefni vondu verkanna, eins og þegar hann falsaði DNA próf Möruh litlu því hann vildi sjálfur eignast Revu…það var nú soldið sætt hvað hann var ástfanginnJ Svo var það þessi misguided ást á syninum (þá meina ég Phillip, virtist nú aldrei gera annað en nota AM), en hún fékk hann meðal annars til að falsa dánarvottorð Beth og var þá litlu skipt um tilfinningar annarra, s.s. Lillian og náttúrulega Phillips sjálfs. Hatrið á Þorparanum var einnig tilefni kveikjan að misgóðum aðgerðum af hans hálfu, flestir muna nú þegar hann ætlaði að drepa Blake í brúðkaupi hennar og Phillips, en skotið geigaði og lenti í Phillip (sem varð til þess að hann missti endanlega þolinmæðina og afneitaði honum fyrir fullt og allt-allavega þar til annað kemur í ljós!).

Þarna sjáiði FJÖLBREYTNI þegar kemur að Alan Spaulding. Hjá Roger greyinu er það hins vegar alltaf það SAMA! Hann rænir og ruplar því hann vill verða valdamestur í Springfield og öðlast þannig virðingu bæjarbúa. Hann lýgur og svíkur af sömu ástæðu einnig. Það er í raun sama hvað hann er að gera hann hefur alltaf bara eitt að markmiði með ÖLLU sem hann gerir – að verða valdamestur í Springfield (helst með því að stjórna Spaulding en aðrir möguleikar eru í stöðunni svo lengi sem hann verður…). Til dæmis núna með hana Jennu, enginn skal halda því fram að hann sé ástfanginn af henni því hún er aðeinstækifæri til að komast yfir Spaulding (rétt eins og Alexandra var). ég er hins vegar á því að hann hafi verið ástfanginn af Mindy og hafi verið, sé og verði alltaf ástfanginn af HollyJ

Annars eiga þessir erkifjendur margt sameiginlegt. Báðir eru meðal hötuðustu manna sem Springfield hefur alið af sér (ekki hjá áhorfendum heldur íbúunum!). Báðir hafa þeir átt í vandræðum með að halda í kvenfólkið (en við erum í Springfield svo hver hefur ekki átt í þeim vandræðunum?!?). Báðum hefur verið útskúfað af börnum sínum, Phillip í tilviki Alans og Hart hjá Roger, þeir hafa höndlað það á mismunandi hátt þó. Roger er niðurbrotinn en Alan reyndi að svara í sömu mynt (líkast til vitandi að sókn er besta vörnin!). Báðir hika ekki við að nota börnin sín, Roger hefur ítrekað notað Blake í skítverkin og Alan reyndi t.d.að koma sér í mjúkinn hjá AM til að komast í álnir á ný eftir að Phillip og félagar rúðu hann inn að skinni.

En í hnotskurn þá finnst mér í Roger og Alan mætast einhæfnin og margbreytileikinn. Þar af leiðandi er Alan minn vondi kall og ég spyr: hvenær losnar hann eiginlega úr fangelsinu?? Þegar Alan snýr aftur verður gleðidagur í mínu ljósiJ

En hvað finnst ykkur? Alan vs. Þorparinn, hvor hefur sigurinn?