Þátturinn í dag 09/10 2003
Þátturinn í dag var e.t.v. einn sá spennandi í langann tíma. Ég mun tala um atriðið tengd Connor & co og svo líka fjölskylduvandræði Toadie.
Maður var búinn að hlakka til síðan í gær hvort Nina hafði þor í að syngja fyrir framan allt fólkið á útvarðstöðinni og hvort pabbi hans Toadie mundi skila sér heim með peningana.
Ég var búinn að veðja á það að Nina myndi labba út og ekki geta sungið á stöðinni en allt kom fyrir ekki að hún náði að rífa sig upp og syngdi ágætlega og allir klöppuðu fyrir henni. Þegar Connor byrjaði að tala um hvað hún væri frábær og gæti farið í heimsreisu með röddina sína virtist Shell svolítið afbríðusöm og reið út í Connor að hann hafði ekki sagt henni að hann vissi allt um Ninu o.s.fv.
En þegar þau voru á kaffistofunni kom Tania inn með blað úr dagbókinni hennar Ninu sem hún hafði tekið eins og flestir vita og lés upp part af því þar sem Nina sagðist vera ástfanginn af Connor og bla bla bla. Shell rauk út í fýlu og Connor kom á eftir henni og sagði að hann vissi ekkert af þessu og væri ekkert hrifinn af Ninu, Shell trúði honum ekki og fór heim til sín. Seinna um kvöldið kom Connor heim og sagði Shell að hann væri að segja satt að hann vissi ekki að Nina væri ástfanginn í sér. Hann hafði sagt Ninu að hann væri ekki hrifinn af henni og væri ástfanginn í Shell. Shell trúði honum ekki og sagði að samband þeirra væri lokið(framhald líklegast á morgun, um það mál).
Jæja næst er það mál um fjölskyldu Toadie. Pabbi hans hafði stungið af með lottóvinninginn sem var ansi hár og sagði eitthvað á miða “Sjáumst í Rio”. Mamma Toadie fór í einhverja svakalega fýlu og hvorki borðaði né svaf. Í þættinum í dag hringdi pabbinn í Toadie og T sagði honum að koma heim. Þegar hann kom heim og sagði “I am back” voru þau að fara að faðmast. En mamma Toadie reyndi þá að kyrkja hann en T kom inná milli, svo loks þegar það var friður á milli þeirra náði þau að tala saman og P útskýrði allt og sagðist hafa sagnað hennar. Þau ákvöðu greinilega að halda upp á þetta því pabbi T var að opna kampavínflösku. Toadie og pabbi hans héldu að mamman væri í sturtu og að dressa sig upp en Stu hafði farið inn á klósett og sá hana ekki þar. Þá kíkti pabbi T í töskuna þar sem peningarnir voru. Hún var tóm og þar stóð á miða “Fór á veiðar sjáumst”.
Þá endaði þátturinn og framhald á morgun.
(Ég veit að þetta er svolítið löng grein en ég varð að segja frá helstu smáatriðum). Vonandi líkaði ykkur hún :d