Byrjar á því að Roger og Jenna tala saman um Bess, Buzz er þar líka og biður um reikning og er orðin drukkinn. Roger og Jenna dansa og tala um peninga. Nick og Roger tala um málaferlin og að Nick sé með gögn.

Mindy og Nick eru í hörku sleik úti á svölum og Mindy vill fá Nick með sér heim en hann er ekki á þeim buxunum og segir að þetta er allt búið milli þeirra og það var þegar hún fór frá Springfield.

Svo dansar Harly og Mallet og tala um anda í glasi og þá verður Buzz um og ó að hann missir glasið. En Mallet býður honum annað.
Harley fer að tala við Buzz en Mallet finnur Mindy út á svölum og þau tala saman um Nick svo kemur Harley og þau spjalla meira saman, um það að komast heim og fara að kúra.

Jenna rekst á Buzz við lyftuna og hann er svo fullur að hann dettur niður á gólfið og Jenna dröslar honum á hótelið sem hann er á og er að fara þá dregur hann hana niður í rúmmið.

Hart kom aftur og er að tala við Bridget, og segir honum frá Maurine Hún vill ræða hvað gerðist áður en hann fór.

Eve er foxill og sár í Nick og er búin að brjóta hluti, Ed kemur inn og hún afsakar sig og svo dekka þau saman te og ræða málin. Nick kemur svo seinna og vill laga þetta allt en hún tekur ílla í það. Hart er svo niðri í eldhúsi hjá Bridget og spyr um Juile, því að hann er að leita að henni en hún er að borða ís með Dylan og tala um Billy s.r um hvað hann er stressaður og pushy og að hann vilji að Dylan fari aftur í byggingardeildina. Svo kemur Ed og heilsar en hann er kaldur við Hart og segir við Bridget að honum finnist að Ed líki ekki við hann. Að Maurine hafi líkað betur við Hart en Ed.

David og Kat rífast um afhverju David kom ekki á stefnumótið og Kat segist ekki treysta honum þó svo að hann segist ekki mega segja það. Svo rýkur hún upp á herbergi, og svo fer Julie að líta á hana. Hart kemur á gistiheimilið og hittir þar Dylan.

Þetta er það sem gerðist svona í stórum dráttum.

Nú fer þetta að verða spennandi:
Hart kominn aftur. (Ljótur leikari)
Verður fjör að sjá hvernig það verður milli Hart og Julie.
Líka hvort Roger kemst í pappíra.

Það er bara bíða og sjá :)