Það er frábært að sjá að hérna sé boðið uppá að skrifa um sápuóperur. Ég er nefninlega sápuóperuunnandi, og segi ég það frekar en fíkill því ég nýt þess stundum að horfa á uppáhaldssápuna mína, og hlæ jafnvel upphátt eða kemst í uppnám. Stundum vegna þess að það sem gerist er svo hryllilega fáránlegt eða erfitt að sætta sig við. Vinir manns gera óspart grín að því eða hrista sig fullir viðurstyggðar þegar talið berst á sápunni. Þeir ýmist vorkenna mér eða skilja mig engan veginn. Vinkona mín sem kom mér uppá þetta er flutt til útlanda og ég tala oftast um eitthvað annað við hina vinkonu mína sem horfir á þetta líka því við hittumst nú ekki það oft og hver nennir að tala um þetta? Ég einsog margir aðrir sem horfir alltaf á sápuna sína upplifi því að vera í mínum eigin heimi vissa hluta dagsins ásamt persónunum sem koma fram í þættinum. Þetta er svoldið stór hluti þess tíma sem við erum vakandi! Þessvegna er eðlilegt að maður sé með fullt af skoðunum varðandi persónurnar og það hvernig maður upplifir þættina. Ég hef þörf fyrir að koma mínum á framfæri og vona að aðrir aðdáendur Guiding Light (sem eru sennilega fáir á þessu svæði) skilji mig hugsanlega einhverja agnarögn. Ég fylgdist alltaf með Nágrönnum frá því þeir byrjuðu (ég er sjónvarpssjúklingur) en hætti svo að nenna því 4 árum seinna og fór að fylgjast með Guiding 4 árum eftir það. Samt sá ég þetta stopult á árunum í aðdraganda þess og ég sá einu sinni 3 vikur samfleytt þarsem Reva Shayne var í aðalhlutverki og sannarlega fyndin og geggjuð.
Athugið að ég skammast mín verulega fyrir þess hlið á sjónvarpsreynslunni minni. Ætli maður reyni ekki að fara að líkja sínu eigin lífi eitthvað við það sem gerist í sápunni? Hefur einhver reynt að sprengja byggingar, drepa unnustu sonar síns og þekkja heilan hóp af mönnum sem maður hefur sofið hjá sem hittist og fer saman í matarboð? Auðvitað, þessvegna snappar fólk sem horfir á Guiding Light. Á endanum, því þetta er aldrei fyrirsjáanlegt og guiding aðdáandinn heldur þessu hugsanlega leyndu. Ég vill vara við þessu því þetta er skemmtilegt fyrstu skiptin þarsem maður heldur sig við einstaka mánudag-þriðjudag, en svo fer þetta að vera á hverjum degi. Sumir gera sig jafnvel seka um að taka upp sápurnar ef fyrirséð er um svaka uppgjör eða löngu eftirbeðinn atburð eða það sem best er, stórkostlega veislu þarsem rafmagnið fer. Ég hef gert slíkt og mér finnst það þægilegra en að horfa á þetta yfir daginn (geri það samt oftast) því þá get ég spólað yfir leiðinlegu persónurnar og þeirra langdregnu atriði. Þá er þátturinn ekki nema um kortér.
Ég reyndi einu sinni að hætta bara allveg og bjóst alls ekki við því að það yrði erfitt því í 3 vikur var ég búin að vera með ógeð á þessu. Mér leiddist þetta langdregna rugl og þoldi ekki hvað Alan Michael komst upp með allt varðandi Eleni og það sjúka dæmi. Ég nennti ekki að bíða eftir þessu lengur. Ég fór með mömmu uppí sumarbústað og horfði ekkert í viku, það var alltílagi. Ég sagði þeim sem vita um fíknina frá því að ég væri hætt að horfa og það féll í góðan jarðveg. En svo fór ég strax að horfa á þetta stopult og byrjaði aftur allveg full aðdáunar á persónunum um 2 vikum seinna. Þá fór allt kosningamálið í gang og Ross og Blake. Það var æðislegt því ég dái auðvitað Blake. Enn allvega, hérna koma mínar uppáhaldspersónur fyrst, svo hver fjölskyldueiningin af annarri, máttarstólpar og fátæktardurgar:
Áhugaverðastir og þeir sem ég held með í rifrildum, viðskiptaátökum og mútumálum eða bara þegar þeir koma sér í vandræði (undansk: Holly gagnvart hinum í Thorpe ættinni nema þegar Roger er að pynta hana og Alan Michael gagnvart Frank og Eleni):
Eiginlega bara Thorpe fjölskyldan og aðstandendur:
Roger Thorpe: Þorparinn sjálfur! Einhverrahlutavegna tekst mér ekki að finna aðra áhangendur sem fíla Roger einsog ég geri. Ég held alltaf með honum því hann er aldrei langdreginn og lumar sífellt á einhverju spennandi. Hann sefur hjá eða heillar allar konur sem hann vill og þær treysta honum alltaf en hann stenst ekki að nota þær eða stinga í bakið. Holly er sú eina sem hann stingur í bringuna. Svo hann er sjarmör og viðkvæm/sjúk ást hans á Holly og brjálsemisfurstadraumarnir sem reka hann áfram (+illskan) ljá honum áhugaverðar en jafnframt mjög svo óleiðinlegar persónuhliðar. Hann sneri aftur í þættina þegar Blake var að byrja og þá var hann búinn að vera í leiniþjónustunni í 15 ár og var í felum í kjallaranum hjá Alexöndru með grímu. Hryllilega bjánalegt og ég horfði ekki á þetta mikið þá. Hann nauðgaði Holly einhverntímann (en við sáum það aldrei svo kannski var það ekki nauðgun, ég meina morð er ekki endilega morð og dauði ekki dauði í Sprinfield) en samt fíla ég hann í tætlur. Hún er náttúrulega ástfangin af honum ennþá líka svo sönn ást deyr aldrei býst ég við, þrátt fyrir nauðgun(???) En hvað ætlar hann að vera með þessari gimsteinaþjófagellu lengi? Ég kemst ekki yfir að hún sé komin í þættina, hún er góður karakter en er að skapa svo mikil leiðindavandræði.
Best að hafa Holly hér líka, hún er nú mamma hennar Blake.
Holly Lindsey: Hún er nýhætt sem forstjóri sjónvarpsstöðvarinnar, Roger að kenna eina ferðina enn. Ég veit ekki hvort ég mun nokkurntímann fyrirgefa Holly þaðsem hún gerði Blake meðþví að koma henni í fréttirnar, ég býst við að hún sé orðin dáldið klikkuð, Roger náttúrulega alltaf andlega pyntandi hana og eitthvað. Svo ef Blake fyrirgefur henni þá mun ég gera það því Holly er gella í þáttunum og líkleg til að vera með mörgum spennandi mönnum til viðbótar auk þess að vera mjög mikil framakona. Hún er sú eina sem stendur Roger á sporði andlega sama hvað nautheimskir einsog Billy Lewis halda. Þessvegna getur hann ekki gleymt henni.
Christina “Blake” Thorpe : Þegar hún byrjaði í þáttunum var hún ógeð, svo ljót og bjánalega ellileg, átti samt að vera ung gella. Svo stuttu seinna byrjaði Sherry Stringfield úr ER að leika hana og þá umbreyttist hún og byrjaði að vera erfið pabbastelpa og ástfangin af Alan Michael á ótrúlega tryllingslegan hátt. Hún var alltaf með plott og plön bakvið tjöldin og átti þátt í mörgu undirferli sem fram fór. Hún var líka erfið væluskjóða sem sífellt gerði heimskulega hluti en átti samt að vera rosalega klár. Mér fannst leikkonan alltaf frábær og hvernig hún varð einsog útsmogin glottandi kisa í hvert sinn sem hún bruggaði upp nýja ráðagerð, inná baði eða yfir kvöldverði var óborganlegt. Hún ljáði erfiðum karakternum mjög samkenndarlegar hliðar. Ég vorkenndi henni alltaf, hún átti skilið meiri viðurkenningu og allir komu mjög illa fram við hana útaf þessu með Philip nema pabbi hennar. Það var óþolandi og ég vildi oftast jafnvel meira að heimskulegu plottin hennar gengju upp heldur en djöfullegar ráðagerðir Rogers, því ég vorkenndi henni. Hún er núna leikin af ljótri leikkonu en það er alltílagi, persónan Blake er orðin “betri” núna og vill starfa á hlið hins góða(það vildi hún samt frá upphafi hún fékk bara aldrei tækifæri) en maður veit að hún býr enn yfir arfi hins illa og getur komið skemmtilega á óvart þótt það sé bara í hjónabandi með Ross. Það var flottasti endir leikkonu áður en hún hættir þarsem Blake taldróg Ross, það var bara kúl þótt manni langaði smá að æla þegar mamma hennar var á vappi um húsið, dagdreymandi um Ross. Ekkert smá snögg umskipti hjá herra virðulegum saksóknara, hatar hana einn daginn en sofandi hjá henni næsta, gerist bara í sápum.
Alan Michael: The Dark Prince. Snilldarlegt viðurnefni fyrir jafn viðkvæman og ljúfan útsmoginn upprennandi viðskiptajöfur. Hann Alan Michael hefur alltaf staðið mér nær frá því hann byrjaði í þáttunum (ég hef alltaf horft á þetta stopult nema fyrstu 4 árin) en það hefur reynt á síðustu mánuði útaf þessum með Eleni og Frank, þetta er einum of sjúkt.En hann hlýtur að breytast og eiga eftir að verða kúl, þessvegna hef ég hann hér. Mér þótti svo vænt um hann sem ungling, hann var að reyna að vera geðveikur gæi og var það allveg (ég sá ekki betur) og svo byrjaði hann með Blake og var alltíeinu búinn í háskólanum og farinn að reyna að stjórna Spaulding. Hann er einn af þessum karakterum sem hefur gengið í gegnum mörg leikaraskipti og með hverjum leikara kemur breyting, í besta falli aukin breidd. Hann er frekar stór karakter vegna þess að hann er eilega eini spauldingerfinginn (nema náttlega þessi Nick gaur) og hefur vilja til að gera rétt en arfur ágirndarinnar rekur hann til að gera sjálfselskulega brjálsemihluti sem hann lærði kannski af Blake, það aflar honum óvinsælda ensamt er hann alls ekki vondur.
Stjörnumerktir eru óvenju æðislegir af venjulegum karakterum að vera og ég vil að þeir sigri þegar þeir eru ekki að rífast við ofantalda.
Coopers
Nadine: Hún er þvílíkt óþolandi og ég hef hatað hana en það er einsog hún sé búin að ná það miklum hæðum í fáránleika að maður fer að að sjá hana fyrirsér sem drottningu hans. Hvað er hún að gera þarna og hvernig á maður að geta fundið einhverju af því sem þessi kona gerir og á að hafa gert, sjálfri sér og öðrum nokkra stoð í raunveruleikanum? Þetta er bara grín. Hún er snaróð en svo bitnar þetta sjúkt mikið á Harley og Frank sem eru nokkurskonar píslarvottar þáttanna. Hún er gift “Billy Bear” Lewis og elskar hann meiraen allt og gerir sjúka hluti til að halda hjónabandinu gangandi því Billy elskar Vanessu og Nadine veit það. Henni er drullusama um börnin sín og alla aðra en sjálfa sig og þessvegna var frábært þegar Blake og Alan Michael voru að fjárkúga hana um daginn. Hún lét Billy drekka sko rétt áður en hann var að fara að giftast Vanessu og þau giftu sig í Vegas eða eitthvað og Billy mundi ekkert eftir því.
*Harley: Hún var lengi vel heljarinnar viðbjóður en ákveðnar manneskjur sem ég þekki hafa alltaf haft samúð með henni og séð fyrir þessa góðu breytingu þarsem hún er skynsamasta og duglegasta persóna þáttanna sem gengur í gegnum mesta tilfinningalega erfiðleika en átti samt barn 17 ára, giftist ung og átti semi-erfiða æsku. Ég dái hana núna og er allveg búin að gleyma þessu með samönthu og dylan, ég meina dylan er orðinn alltílagi (sést lítið) og samantha var allatíð viðbjóður og pirrandi. Hamingjusamt líf Harley og Mallet og vandamálin sem þau díla við eru samt frekar langdregin, hún lendir oft í yfirspóli, sérstaklega meðan Mallet var enn í hjólastólnum.
*Frank: Hann á að vera eitthvað bifvélavirkjakyntröll úr hverfinu og þekkja til undirheimanna. Það gekk samt aldrei allveg því gaurinn var látinn líta út einsog sjampóauglýsing í verkfæragalla sem var þvílíkt góður líka og væminn. Ég fann þessu ekki stoð í raunveruleikanum og fannst Frank bara dáldið fyndinn oft, því hann er svo innilega ekki flottur en átti að vera mega sjarmör. Hann er núna einkaspæjari og skemmtilegur þannig. Eðal fátæklingur með siðferðið á hreinu. Átt að afmeyja Eleni en hann barnaði hana sem betur fer í skaðabætur.
Eleni: Ég meina hún verður nú einhverntímann (þegar við búum öll í sólkerfi langt langt í burtu…..) eiginkona Frank. Hún er grísk, saklaus og hryllilega sæt og maður vill vernda hana og sjá hana blómstra með Frank í öðrum þætti þarsem Beth og Philip búa. En ekki endilega, þetta Alan Michael plott er búið að vera svo djöfullegt og flott en samt svo sjúklega fáránlega geðsjúkt. Hún fann hóru í rúmi síns heittelskaða Franks í París! Hún neiðist til að giftast Alan Michael og giftist honum á Krít. Þarna reyndi á leikarana. Ást Eleni á Frank náði svo sterkt til mín að ég hélt með henni frekar en The Dark Prince sem var nú búinn að leggja allt þetta á sig. Hún var svo væmin að hún og Frankie í bleiku geislunum sínum fengu mig til að vilja sjá þau giftast og flytja svo burt, fjarri allri þessari sjúku spillingu sem viðgengst þarna í Springfield og Frank hefur tekið þátt í.
Buzz, pabbi Harley og Frank er svo snúinn aftur með nýtt andlit og ógeðslegan persónuleika til að fjárkúga Nadine því hann dó ekki í stríðinu fyrir 25 árum einsog hún hafði sagt börnunum. Ekkert smá fáránlegt. Ég vill ekki fá þennan karakter, ef Harley fyrirgefur honum þá er eitthvað mikið að. En svo á hann kannski eftir að vera ótrúlega fyndinn og frábær, hver veit.