En já, eins og sennilega flestir vita lenti Susan í slysi og missti minnið í framhaldi af því. Hún heldur núna að hún sé orðinn 16 ára aftur, þekkir ekki Karl (né neinn annan í fjölskyldunni) og er bara engan veginn að falla inn eða ná áttum á nokkurn hátt (hatar Karl og líka öll fötin sín, enda er árið 1970 og eitthvað hjá henni). Núna er hún stungin af, og Karl er að brotna niður blessaður karlinn. Það væri fínt fyrir hann ef Sarah væri enn í bænum, þá gæti hann tekið saman við hana, og Susan væri alveg sama :D
Erjur Scully fjölskyldunnar halda áfram, en þó virðist eitthvað vera að sjatna í Steph, en þó ekki. Um daginn varð Shell 16 og Marc skutlaði Flick í afmælið, en vildi svo ekki hleypa henni útúr bílnum og læsti og keyrði í burtu. Þar hélt ég nú að hann væri alveg búinn að tapa sér en á endanum hleypti hann þó Flick út og hefur ekki sést síðan. Góð ákvörðun að segja þessu fífli upp, hann hélt því þó fram að hann elskaði hana, en ég trúi því nú tæpast ;) Steph mun sennilega seint fyrirgefa Flick, en er þó eitthvað að hressast, og talaði eitthvað aðeins við hana í veislunni hennar Shell í dag. Vonum bara það besta ;) Annars tókst veislan með ágætum, Joe var svoldið afturhaldssamur, eins og honum einum er lagið, en Steph kom í veg fyrir að hann gerði einhverja skandala. Já og svo komst Connor að því að kærasta Boyd er ekki til, en sagði honum að það væri alltí læ, sjálfur hefði hann átt eina ímyndaða, og hjálpaði Boyd að feika þetta allt saman í veislunni. Ég held að Boyd ætti nú bara að drífa sig í að “hætta” með henni.
Toadie var búinn að vera eitthvað önugur við Dee undanfarið, og ástæðan var sú að hann var hrifinn af henni (Who wouldn't be?). Um daginn fór svo rafmagnið af, og í truth & dare leik lenti Dee í því að kyssa næsta mann sem kom inn á kaffihúsið, sem auðvitað var Toadie. Toadie gaf henni engan mömmukoss, heldur einn þrælblautan beint á munninn, örugglega í 20-30 sek :D Þau hafa samt ekki leist sín mál (amk hef ég ekki séð það) en það væri nú gaman að sjá þau byrja saman. Toadie hefur fengið sinn skammt af “óheppilegum” kvenkostum, og kominn tími til að hann fái eitthvað almennilegt. Dee er hins vegar eins og rófulaus hundur útum allan bæ, og veitti ekki af að róa sig aðeins niður. Sjáum hvað setur.
Lou greyið er sokkin í skuldasúpu, og um daginn kom steraboltinn úr fótboltanum sem ég man ekki hvað heitir, og var að rukka hann, og gerði svo eitthvað upptækt á kránni. Hvernig enduðu annars viðskipti hans og Tad á sínum tíma? Ég sá aldrei hvernig það fór. Anyway, þá skuldar Lou einhverja stjarnfræðilega upphæð, amk brá Harold í brún þegar hann sá hana. Rosie vill hjálpa honum og kaupa sig inní reksturinn á kránni, og ég veit ekki betur en hann sé að selja húsið sem Toadie og Dee búa í, ég veit það ekki samt, sá ekki byrjunina á þeim þætti :( En Lou er klókur kall og mun vafalaust redda sér úr þessu einhvern veginn.
Einhver ný stelpa er að koma í bekkinn hjá Shell og Boyd, hún er hot :Þ Er samt voðalega mikið inní sig eitthvað og krökkunum gengur lítið að tala við hana og kynnast henni. Já og Connor er að reyna að læra lesa, hann er hræddur um að Shell yfirgefi hann þegar hún fer í meira nám.
Þetta er svona það helsta sem ég man eftir að hafi gerst undanfarna daga, langaði bara að deila því með ykkur hinum ;) Fólk hefur ekkert verið mjög duglegt við að senda inn greinar um atburðarásina undanfarið.
Afsakið svo allar stafsetningar eða innsláttarvillur sem gætu leynst í textanum, ég skellti þessu saman á 5-10 mínútum :D
Góðar stundir,
JohnnyB.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _