Það sem mér finnst að betur mætti fara í Nágrönnum er svolítið mikið en það er bara ég. Mér finnst til dæmis mjög leiðinlegt að Connor kunni ekki að lesa og mér finnst það gera þáttinn bara of vandræðalegan, og þegar það er fjallað um ólæsi hans finnst mér þátturinn eiginlega leiðinlegur. Mér finnst samt Connor mjög skemmtilegur og mér finnst gaman að hann og Michelle eru saman.
Mér fannst líka algjör óþarfi af Drew að reka Stuart, bara af því að hann hjálpaði Flick, Steph var sama þegar hennar eigin faðir réð hann til vinnu í smá tíma. Og nú á Drew í vandræðum því að hann getur ekki séð um allt einn á verkstæðinu auðveldast væri fyrir alla ef hann bara mundi ráða Stuart aftur.
Svo finnst mér líka ömurlegt með Flick og Stuart, mér finnst Flick vera vond að láta Stuart bíða svona í óvissu um framhaldið láta hann bara vera svona varaskeifa þó að það sé kannski að fara að lagast. Stuart á heldur ekki að fara í herinn í mörg mörg ár hann eyðir þá bara bestu árum ævi sinnar í herinn, sem ekki gott.
Og að lokum má alveg sleppa minnisleysi Susan þetta er bara sorlegt fyrir manninn hennar og Darcy, aumingja þeir þó að Darcy sé ekkert sérstakur, Mér finnst allt það mál voðalega asnalegt.
Svo fannst mér matarboðið mjög vandræðalegt en það var líka fyndið þannig að það slapp fyrir horn