Vegna þess að allt er svo hljótt á þessari síðu langar mig að skrifa litla grein.
Um daginn fór ég að hugsa um Nágranna og fleiri svona sápuóperur og ég komst að því að Nágrannar er skemmtilegri en Glæstar vonir og Leiðindaljós ( eins og margir vilja kalla þá “óperu”.) Ég er svo sem ekki mikill “granna” áhangandi þó mér finnist ágæt að sjá svona einn og einn þátt.
Ég komst að því að lífið sem fólkið í “grönnum” lifir er svo miklu nær raunveruleikanum en fólkið í hinum sápuóperunum og þess vegna vilja sumir frekar horfa á þá heldur en hitt. Líka ef það koma upp einhver vandamál, eins og koma mjög oft upp í Glæstum vonum, tekur það næsta árið að leysast en mér finnst það allt ganga mikilu hraðar fyrir sig í “grönnum”.
Svo snerust hugsanir mínar yfir í það hvers vegna allar þessar sápuóperur lifa svona lengi? Ég man vel eftir því fyrir svona 10-12 árum þegar ég skildi ekki orð af því sem fólkið í “grönnum” sagði en samt þekkti ég allar persónurnar og skildi svona næstum því hvað var í gangi. Svo kom tímabil sem ég nennti ekki að horfa á svona rugl og þá missti ég allan söguþráð niður en svo þegar ég fór aftur að fylgjast með þessu datt ég strax inn. Hvernig fara þeir að þessu. Ég gæti sleppt því að horfa á Leiðinaljós í nokkur ár (sem ég horfi reyndar ekki á) og komið svo aftur að skjánum og dottið strax inn. Er það ástæðan fyrir velgengni þessara sápuópera?
Ég hef líka verið að pæla í því að við (alla vega ég) horfi á fólkið á skjánum og þekki það sem persónuna í þáttunum en ekki sem manneskjuna sem það er í raun og veru. Ég veit vel að þetta er plat en þegar ungfrú Holly Valence (vonandi rétt skrifað) fór út í poppsöngbransan fannst mér það frekar óþægilegt að kalla hana Holly og vill helst bara kalla hana Flick.
En hvar værum við án “granna”? Úti að hjóla kannski!?!
Ég játa það samt að ég reyni að sjá nokkra þætti í viku.