Var að horfa á þáttinn áðan, langaði að skrifa það helsta sem séði í honum, ef ég gleymi einhverju, endilega bætið því við.

Þátturinn byrjaði þannig að Paul var búinn að gefa upp alla von um að komast í eitthvað lið en krákurnar völdu hann. Hann er semsagt að fara út úr bænum. (Hættir í Neighbours.)

Flick sótti um vinnu hjá bíói. Kom ekkert alltof ánægð heim, fékk samt trúlega vinnuna, en það ömurlega var að hún átti að selja afsláttarmiða…

Joel sagði Dee hvernig tilfinningar hann hafði til hennar. Hún sagðist líka hafa fleiri tilfinningar en vinir höfðu, sagði samt að þau ættu ekkert að gera í því. Joel hélt samt áfram að reyna við hana. Þar til að honum var alveg ljóst að hún vildi EKKERT gera í því.

Paul játaði fyrir Harold að það væri hann sem hafði spreyjað yfir Ramsbottom skiltið.

Todie reyndi að ákveða hvort hann skildi gerast blóðraböggull og trúlega halda vinnunni, eða þá að það væri sagt til hans (veit sat ekki alveg hvað hann gerði) og hann myndi stofna frama sínum í hættu. Hann ákvað að gera seinni kostinn en á seinustu stundu ákvað hann að vera blóðraböggull.

Tad hélt óvænta veislu fyrir Paul á kránni hans Lou.

Flick sá auglýsingu þar sem Gino var að aulýsa eftir starfsmanni. Hún er hætt við starfið í bíóinu og ætlar að sækja um hjá Gino.

Tad gaf Paul mynd af þeim tvem ásamt Flick. (það átti að vera punkturinn yfir i-ið.)

Paul sagði Flick að hann hefði allaf verið hrifin af konum, hún kyssti hann einu sinni á kinnina og síðan á munninn.

END OF THE SHOW
It's a cruel world out there…