Lou fór aftur heim með Lolly og sagði svo Lolly að hún ætti að fara að flytja til John og Sandy en hún eiginlega vildi bara vera áfram hjá Lou. En hún fór til John. Og það var ekkert smá sorglegt að sjá Lou og Lolly kveðjast.
Steph fór í þetta atvinnuviðtal og var hún rosalega fín. Í pilsi og jakka og með hárið upp og máluð en það var hugmynd Lyn og Flick að gera hana svona fína. En hún fékk ekki vinnuna.
Svo hitti hún einhvern strák sem var með Woody í fangelsi og voru þau eitthvað að tala saman og svona um Woody.
Flick var hálfpartinn rekin úr vinnunni hjá mömmu sinni en hún er alltof mikil pempía og þótti launin lág og ógeðslegt að sópa saman “dauðu” hári.
Leo sagði mömmu sinni að hann hafi ekki verið laggður í einelti, heldur hafi strákarnir verið að bögga hann vegna þess að hann var búinn að fá borgað en átti eftir að skila ritgerðunum. Evan var á fundi með skólaráðinu og var að fara að tala um eineltisvandamálið í skólanum og svona, en þá truflaði Leo fundinn og sagði Evan alla söguna. Þannig að ekkert varð af fundinum.
Susan var svo að tala við Karl að hana langi kannski að hætta sem skólastjóri og fara að gera eitthvað annað.