Tölfræði og tilkynningar Vegna anna hef ég ekki haft tíma til að uppfæra birtingu umferðar um áhugmálið síðastliðna þrjá mánuði svo við tökum þá alla hér í einum pakka.

Apríl: Sagnfræðiáhugamálinu var flett 14.048 sinnum sem gerir 0,33% af heildarflettingum.

Maí: Áhugamálinu var flett 14.253 sinnum sem var 0,32% af heildarflettingum.

Júní: Töluvert færri heimsóknir á áhugamálið eða 10.021 sem gerir 0,26% af heildarumferð um huga.is.


Ég gerði það nú og hef gert að láta mynd af sagnfræðibannernum fylgja með tilkynningum sem ég gaf frá mér svona upp á gamanið og geri það nú af gömlum vana þótt vefstjóri hafi látið fjarlægja hann.

Því má til gamans geta að nokkru áður en bannerinn var fjarlægður hafði komið upp sú hugmynd um að skipta honum út fyrir nýjan, enda hafði þessi mynd verið í notkun síðan elstu menn muna. Við stjórnendur vorum meira að segja búnir að ákveða að hafa bannerkeppni á áhugmálinu til að sjá hvort einhver áhugi væri fyrir slíku og hvort einhverjar góðar hugmyndir kæmu fram en komumst ekki lengra þar til það var of seint.

Persónulega finnst mér þetta vera slæm þróun. Mér líkaði við gamla fyrirkomulagið þar sem hvert áhugamál hafði sinn banner og hlakkaði til að sjá áhugamálið undir nýjum fána. En ég hef heyrt það frá öðrum notendum að þeim finnist nýja hugaútlitið ekki vera fallegt og það væri gaman ef þessu yrði breytt einhverntímann, a.m.k. þannig að við fengjum bannerinn aftur.

En það má alltaf hressa uppá áhugamálið og það er jafnvel að ef áhugi er fyrir að hafa hér greinakeppni eða slíkt og svo kannski skelli ég hér inn triviu eða tveim til tilbreytingar og að sjálfsögðu hvet ég hugara ef þeir hafa áhuga á að semja slíka að senda stjórnenda og það gildir um allar hugmyndir sem menn gætu fengið um breytingar og nýjungar innan áhugamálsins.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,