Tölfræði flettinga í janúarmánuði hljóma þannig; áhugamálinu var flett 14.541 sinni í janúar sem gerir 0,32% af heildarflettingum huga.is. Þetta er nokkuð betra en í desember en þá var óvenju lágt hlutfall heimsókna, aðeins 12.230. Ég hvet því alla vopnfæra menn að senda myndir og greinar og taka þátt í umræðum til að gera áhugmálið líflegra, því varla vildi maður trúa því að ládeyðan endurspeglaði minnkandi áhuga íslendinga á sagnfræði.
Einnig hvet ég alla sem hafa áhuga á að taka þátt í triviu Volex en eins og margir hafa tekið eftir þá er trivian komin í gang eftir langt hlé, og í framhaldi af henni hvet ég menn til að fara að fordæmi Volex og senda inn triviur ef áhugi er fyrir.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,