Maður getur átt réttindi, til dæmis (einka)rétt til þess að birta eitthvað opinberlega hvort sem það er gert í ágóðaskyni eða ekki. Þessi réttur heitir útgáfuréttur. En reyndar er útgáfurétturinn bara annar helmingurinn á höfundarétti; hinn helmingur höfundaréttar kallast sæmdarréttur en hann kveður á um að höfundur hugverka (t.d. orðrétts texta, kenninga, tilgáta, túlkana, röksemdafærsla o.fl.) eigi rétt á að njóta heiðurs af hugverkum sínum og að nafns hans sé getið þegar verkið er birt eða notað (jafnvel eftir að útgáfurétturinn er fallinn úr gildi 70 árum eftir dauða höfundar).
Svona er þetta bara. Það sem þú hefur hingað til haldið er rangt.
En þetta er ekki rétti vettvangurinn til þess að vera að útskýra lögfræði. Ef þú hefur fleiri spurningar um höfundarétt legg ég til að þú sendir Vísindavefnum spurningu. Þá færðu ítarlegra svar.
___________________________________