Breskir konungar hafa leikið stór hlutverk í sögunni og má nefna þar marga á nafn. Sumir eru þó merkilegir en aðrir og ég ætla einmitt að segja frá einum slíkum og hugsanlega þeim merkasta. Konungurinn er Hinrik VIII sem er best þekktur fyrir að hafa átt sex eiginkonur. Hann skyldi við þær allar nema eina og tvær þeirra voru dæmdar til dauða. En einn skilnaðurinn markaði tímamót í Englandi og í heiminum öllum. Það var þegar hann sleit sig frá klóm páfans lét sig vera höfuð kirkjunar á Englandi.
Hinrik fæddist í London þann 28 Júní árið 1491. Hann var annar sonur Hinriks sjöunda og konu hans Elisabetar frá Jórvík. Eftir fráfall eldri bróður síns gerðist Hinrik konungur Englands. Hann giftist ekkju bróður síns Katrínu frá Aragon til að styrkja samband Englands og Spánar. Stuttu eftir brúðkaup þeirra varð Hinrik ástfanginn af annari konu, Önnu Boleyn. Hann reyndi að fá hana til að sofa hjá sér svo hann gæti fengið páfann til að ógilda hjónaband sitt við Katrínu. Páfinn var hinsvegar á öðrum áttum og sagði að hjónaband hans og Katrínar væri ekki hægt að slíta sökum þess að það stæði gegn lögum kaþólsku kirkjunar. Því byrjaði langt málaferli því Hinrik vildi meina að enginn mætti giftast konu bróður síns og því væri hjónaband hans ekki lögbundið og stæði gegn vilja Guðs. Hinrik bjó sér svo til sinn eiginn dómstól þar sem hann lét ógilda hjónaband þeirra. Fyrir þessi verk gerðist England bannfært af páfanum. Hann giftist svo Önnu Boleyn og stuttu seinna varð hún svo ólétt. England skiptist í tvær fylkingar, annarsvegar mótmælendur og hinsvegar Kaþólikar. Anna var litinn illum augum, hórkvendi var hún kölluð á götum London.
Hinrik eignaðist dóttur með konu sinni Önnu sem hét Elísabet. Anna varð síðan aftur ólétt stuttu síðar af dreng en hún missti fóstrið. Hinrik varð ekki ánægður með að hún gæti ekki eignast drengsbarn. Hann taldi það vera eitthvað í henni sem hindraði hana að eignast strák svo hann sótti hana til saka um hórdóm og sifjaspell. Hún var dæmd til dauða og varð hálfshöggin þann 19 mai 1536. Hinrik var ekki lengi að jafna sig á Önnu því daginn eftir varð hann heitbundinn þriðju konu sinni Jane Seymour. Hann barnaði hana en meðgangan var Jane mjög erfið þar sem hún hafði horft á Önnu deyja fyrir að eignast ekki son. En allt kom fyrir ekki og fæddi hún strák og næsta erfingja krúnu Englands, Edward sjötta. Hún dó samt nokkrum dögum síðar útaf veikindum.
Hinrik tók sér smá pásu frá kvennamálum en giftist aftur árið 1540 þremur árum eftir fráfall Jane. Heppna stúlkan hét Anna og frá Cleves en hjónaband þeirra varð ekki nema 6 mánaða langt. Hinrik bað um skilnað vegna þess hún var mjög andfúl, lyktaði illa. Honum þótti einnig hafa verið plataður í hjónabandið því að honum var lofað fallegri ljóshærðri stúlku frá Þýskalandi. Hann þurfti samt að gefa henni hús og land þar sem hún dvaldi þar til hún dó. Sama ár og hann skildi við Önnu giftist hann frænku hennar Katrínu. Þeirra hjónaband entist ekki lengi en mun lengur en hjónaband hans við Önnu. Katrínu líkaði ekki vel við Hinrik og talaði um að Hinrik væri feitur en Hinrik var talinn vera um 150 kíló. Hún hélt framhjá Hinriki og var dæmd fyrir hórdóm árið 1542, þá var hún rétt um tvítugt.
Árið 1543 giftist Hinrik svo í sjötta skiptið en þá giftist hann Katrínu Parr. Hægt er að segja að þau pössuðu vel saman þar sem hún var að giftast í þriðja skiptið. Henni líkaði mjög vel við Hinrik og börn hans. En þau náðu samt ekki vel saman þar sem hún var mótmælandi og vildi að England tæki upp lútherska trú. Hinrik var ekki á sömu skoðunum en þar sem hún reyndist vera góð við hann og fékk dætur Hinriks til að tala við hann þá gaf Hinrik eftir. Undir lok hjónabandsins var Hinrik orðinn mjög veikur og lést síðan úr þvagsýrugigt árið 1547 eða 56 ára gamall. Eftir dauða hans tók sonur hans við Bretlandi ungur að aldri. Hann var mjög veikur þegar hann var kominn á unglingsárin og lést aðeins 15 ára gamall. Við af honum tók María, dóttir Katrínu og Hinriks við. Hún drap fjölda kaþolika og gerði illt verra. Hún fékk viðurnefnið Bloody Mary. Hún réð yfir Englandi stutt og eftir henni kom Elísabet fyrsta, dóttir Hinriks og Önnu Boleyn. . Hægt er að segja að hún hafi verið farsælasta drottning yfir Englandi.
Hinrik var mjög fjölhæfur maður. Hann spilaði mikið tennis, málaði og samdi tónlist. Þekktasta lag eftir Hinrik myndi vera Pastime with Good Company sem síðar fékk viðurnefnið Kings Henry’s Madrigal eða ástarljóð Hinriks þegar hljómsveitin Jethro Tull spilaði þetta lag. Söngurinn um þetta lag er sunginn í Bretlandi enn í dag og er hann oft kenndur strax í barnaskóla. Englendingar eru í dag mjög stolltir af Hinriki þar sem hann var sá fyrsti til að standa gegn páfanum og það var honum að þakka að Englendingar eru mótmælendur en ekki kaþólikar.