Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Ris og fall heimsveldis (8 álit)

Ris og fall heimsveldis Þetta málverk er eftir bandaríska listmálarann Thomas Cole (1801-48), og er týpískt fyrir “rómantíska stílinn” sem þá var alls ráðandi í myndlist.

Þessi mynd er sú fjórða í fimm mynda röð sem kallast gæti á íslensku “Æviskeið heimsveldis”. Hið ónefnda heimsveldi myndanna er fantasíu-kennd blanda af hinum fornu veldum Grikkja og Rómverja, og líklega fleiri eins og t.d. Býzansríkinu.

Það hefur verið tilfellið í mannkynssögunni að heimsveldi líða undir lok, oft hrynja þau undan eigin þunga og/eða sjálfumgleði.

Og við trúum engu síður á að slíkt lögmál gildi en þessi nítjándu aldar listamaður. Enda hafa nú nokkur heimsveldi hrunið eftir hans daga.

Skoðið hinar myndirnar í flokknum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/The_Course_of_Empire

Adolf Hitler. (10 álit)

Adolf Hitler. Hérna er einn æsandi mynd af honum Hitler.

Hannað til Framtíðar (5 álit)

Hannað til Framtíðar Einn af “stærstu” arkitektum millistríðsáranna (og frægustu allra tíma) var Le Corbusier. Hann og menn eins og Bauhaus-mennirnir þýsku, hönnuðu margt flott, en stundum varð þeim á vegna tíðarandans, eins og teikning hans frá 1925 klárlega sýnir!

Eins og segir í skýringatextanum:
Fortunately, nobody would touch Le Corbusier's project with a bargepole, so civilisation was spared a very expensive demolition bill decades later.


Til að koma með smá-forsögu:
Millistríðsárin (1918-1939) voru erfið ár á vesturlöndum. Sár Fyrri heimsstyrjaldar greru seint og illa, og rétt þegar efnahagurinn virtist vera að ná sér á strik, skall Kreppan mikla á.

En á mörgum sviðum menningar og listar voru þetta góðir tímar. Hið gamla konungsvelda-skipulag Evrópu var að eilífu hrunið, og nú höfðu menn háleitar hugsjónir um nýtt og betra skipulag. Fasismi, Kommúnismi, Lýðræði – Hver þessara hugsjóna skyldi nú vera heildarlausnin á vandamálum heimsins? Um það var mikill ágreiningur sem segja má að endað hafi með Seinni heimsstyrjöld.

En um eitt greindi mönnum ekki á: 20. öldin skyldi verða öld stórkostlegustu framfara mannkynssögunnar. Framfarir í tækni og vísindum voru óstöðvandi, og hlytu innan nokkura áratuga að leiða mannkynið inn í Útópíuna sem það hafði alltaf þráð.

Dæmi um þessa óbilandi (en að okkur nú finnst ) trú, eru framtíðaráform arkitekta frá þessum tíma. Þeir reistu að sönnu sína eilífu minnisvarða, t.d. Chrysler og Empire-State byggingarnar í New York. (Risastór minnisvarði 60’s arkitektúrs í sömu borg varð skammlífari eins og við of vel vitum, en það er sannarlega allt önnur saga.)


Grandskoðið endilega síðuna sem myndin er tekin af, http://www.davidszondy.com/future/futurepast.htm

Þó síðan sé næstum jafn slæmt skipulagsslys eins og gatnakerfi íslenska höfuðborgarsvæðisins, er hún ólík að því leyti að hún er “hours of fun”.

the american world (13 álit)

the american world Þar sem einn sendi inn “the canadian world” þá sendi ég inn ameríska heiminn

Trivia (14 álit)

Trivia Hver getur sagt mér hvaða heiðursmaður þetta er?

Bandamenn - Erkifjendur (4 álit)

Bandamenn -  Erkifjendur Þjóðverjinn Heinz Guderian hershöfðingi og sovéski skriðdrekaforinginn Semyon Krivoshein spjalla saman, þá bandamenn, á hersýningu í hinum blóðuga bæ Brest í Póllandi eftir að hafa skipt því á milli sín.

Eftir að Hitler hafði samið við Stalín gat hann snúið sér til vesturs á meðan Stalín snéri sér að sýnum vesturglugga en fyrst fengu Pólverjar að finna til tevatnsins. Sovétmenn urðu að drífa sig til að halda í við Þjóðverja sem blitzuðu sig í gegnum Pólland sem féll eins og spilaborg.
Sovétmenn sem vildu endurheimta áður Sovésk svæði í Austur Póllandi sem voru byggð Hvítrússum og Lettum að mestu mættu ekki mikilli mótspyrnu þar sem bróðurparturinn af pólska hernum var í stríði við hina öflugu stríðsvél Þjóðverja.

Guderian var einn fremsti hershöfðingi og hernaðarskörungur Foringjans og bandamaður hans Krivoshein sem síðar urðu erkifjendur tók ekki aðeins þátt í orrustunni um Berlín heldur einnig sjálfri árásinni á Reichstag sem fræg var.

Kiss of Death (13 álit)

Kiss of Death Teiknuð mynd af kossinum á milli fyrrum leiðtoga Austur Þýskalands og Sovétríkisins, Honecker og Brezhnev.
Ég var allavega komin með leið á Arrafat - Hussein kossa myndini.

Heróín hóstameðal (5 álit)

Heróín hóstameðal “From 1898 through to 1910 heroin was marketed as a non-addictive morphine substitute and cough medicine for children.”
Tekið af Wikipedia.

Þar hafiði það! Heróín var notað sem barnahóstameðal snemma á 20. öldinni af Bayer lyfjafyrirtækinu.

Bayer er þýskt lyfjafyrirtæki… Hitler þjáðist af lungnasýkingum þegar hann var 14 ára… nei bara smá pæling :)

Gamal Abdel Nasser (5 álit)

Gamal Abdel Nasser Gamal Abdel Nasser - Einn af leiðtogum Egyptalands á 20. öldinni:

Arabíska lýðveldi Egyptalands var eitt sinn stórt og mikið veldi sem stofnað var einhverntíman um 3200 fyrir Krist. Landið er staðsett norður í Afríku og liggur á bökkum Nílar. Landið er þekkt fyrir sína stóru pýramída sem og sína miklu siðmenningu. Talið er að Narmer konungur stjórnaði landinu fyrst og var það í traustum höndum allt næstu þrjá árþúsundi, en missti það þó sjálfstæði sitt oft og mörgum sinnum, þ.á.m. til Rómverja, Grikki, Persa og nú síðast til Breta. Landið fékk svo loks sjálfstæði sitt aftur árið 1922 og komandi ár var þjóðþingið stofnað. Árið 1923 var svo stjórnarskráin skráð en var það í höndum Saad Zaghlul að sjá eftir þeirri skrift. Strax var Egyptaland farið að herma eftir nokkrum Evrópu þjóðum með að stofa einhverskonar frjálslyndaflokk, en var það fljótt skotið niður af Bretum, sem höfðu enn smá að segja um hvernig landinu ætti að vera háttað - en leiddi það til mikinn óstöðugleika í stjórn Egyptalands. Var það svo ekki fyrr en árið 1952 þar sem hernaðar valdarán eitt var framkvæmt og Farouk I konungur steyptur stóli, en ránið var lengi í undirbúningi.

18. júní 1953 var Muhammad Naguib hershöfðingi skipaður fyrsti forseti landsins en rúmu ári seinna var hann þvingaður til að segja af störfum vegna þess að Gamal Abdel Nasser (stjórnandi valdaránsins árið 1952) hafði framið enn eitt valdarán. Skipaði hann sjálfum sér forseta stólinn en þó með ágætis viðbrögðum almennings. Hans lífsmarkmið var að reyna að sameina Egyptaland og Sýrland en var áætlunni ekki framfylgt vegna dauða hans árið 1967. Sá sem tók við af honum hét Anwar Sadat og var fyrsta verkefni hans að skipta um megin bandalagsvin, þ.e.a.s. frá Sovétmönnum til Bandaríkjamanna. Svo árið 1973, ásamt Sýrlandi, skutu þeir óvænta árás á Ísrael og þó það sé mikið deilt um hver bar sigur af hólmi, er flestir á því að Egytar unnu mikinn póltískan sigur. Með Bandaríkin og Sovétríkin þjarmandi á þeim, var vopnahlé fengið og árið 1977 gerðist sögulegur atburður þar sem Sadat heimsótti Ísrael sem leiddi til friðasamninga komdandi ár. Sadat var mjög umdeilanlegur og m.a. var landið hans rekið úr ‘bandalagi Araba’ (samþykktir aftur árið 1989) og segja margir að það sé megin orsök þess að hann var ráðinn af dögum. Arftaki og núverandi stjórnandi heitir Hosni Mubarak.

Mikhail Kalashnikov (15 álit)

Mikhail Kalashnikov Eins og titillinn segir. Hér er Mikhail Timofeyevich Kalashnikov, árið 1949 2 árum eftir að hann hannaði fyrstu AK-47(Avtomat Kalashnikova 1947)byssuna og var þá 30 ára(28 þegar byssan var hönnuð)og síðan mynd af hvernig hann er nú. Hann verður 88 ára í Nóvembe
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok