Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Þíða í Kalda stríðinu (5 álit)

Þíða í Kalda stríðinu Hér spjalla þeir saman, “fjandvinirnir” Leonid Brésnev Sovétleiðtogi og Richard Nixon Bandaríkjaforseti, í heimsókn þess fyrrnefnda til Washington árið 1973.

Heimsókn þessi var liður í slökunarstefnu (detente) Nixons upp úr 1970. Ætlunin var að bæta samskiptin við bæði stóru kommúnistaríkin, Sovétríkin og Kína, eftir áratugalangt “frost”. Árið áður hafði gamli “kommaveiðarinn” Nixon farið í fræga heimsókn til Kína, sem þótti mjög flott “útspil” í alþjóðapólitíkinni, því samskipti Kína og Sovét voru um það leyti með allra versta móti.

Rússum þótti að sjálfsögðu ill sú tilhugsun að einhver hentugleika-vinskapur væri að myndast milli þessara tveggja höfuðandstæðinga sinna, og ákváðu því líka að eiga sjálfir smá vinalegt spjall við Nixon og Kissinger utanríkisráðherra hans.

Nixon hrökklaðist sem kunnugt er úr embætti vegna Watergate málsins ári síðar. En hafði óneitanlega náð góðum árangri í utanríkismálum með þessum fundum sínum. Samskipti USA við Kína hafa æ síðan verið ágæt, þó stundum hafi kastast í einhverja smá kekki.

Samskiptin við Sovétríkin bötnuðu heilmikið, en áttu hinsvegar eftir að versna aftur áður en yfir lauk. Það er saga sem ég skrifaði eitt sitt grein um, sem finna má á http://www.hugi.is/saga/articles.php?page=view&contentId=2503793

Önnur trivia (10 álit)

Önnur trivia Þessi ætti nú að vera töluvert léttari, þekkiði þennan ágæta mann?

Trivia (17 álit)

Trivia Jæja gott fólk, þekkiði þennan myndarmann?

Ekki-Trivia (20 álit)

Ekki-Trivia Veit ekki alveg hvort birtst hafa myndir af þessum manni áður ;)

Vissulega var hann einn af áhrifamestu mönnum mannkynssögunnar (og þá er ég að meina í Topp 5, lágmark!). Verr hefur fólki hinsvegar gengið að útskýra AF HVERJU honum tókst að verða það.

Hvernig tókst fremur ómerkilegum lægri-millistéttar náunga frá Austurríki að heilla fjölmennustu og um margt merkilegustu þjóð Evrópu til að fylgja sér í blindni út í árásir á friðsöm nágrannalönd, sem síðan leiddu til mesta blóðbaðs sem sagan kann frá að greina, Seinni heimsstyrjaldar?

Sumir kenna hinum alræmdu Versalasamningum um það. Aðrir nefna Heimskreppuna miklu. Svo eru til þeir sem tilreikna honum einhverja yfirnáttúrulega krafta, jafnvel að hann hafi fengið vald sitt frá Kölska sjálfum!

Sjálfur á ég bágt með að trúa slíku, en eitt er þó víst að ásjóna þessa manns er á einhvern hátt dáleiðandi, sem og (síðar marg-stæld) ræðutækni hans ku hafa verið. Jafnvel þó við heyrum ræðurnar af slitnum gömlum segulböndum, og höfum takmarkaða þýskukunnáttu, hreyfir það við okkur.

Allavega, ég horfði vel og lengi á þessa mynd. Hversu illur sem þessi mann-andskoti var, þá var greinilega eitthvað algerlega sérstætt við hann sem hreif fólk.

hugi.is/saga (7 álit)

hugi.is/saga Svona í framhaldi af umræðunni um litla virkni áhugamálsins birti ég hér þetta línurit sem sýnir virkni /saga árið 2008.

Þetta eru flettingar í hverjum mánuði og allt er þetta á bilinu 0,20 til 0,50 prósent af heildarflettingum huga.is.

Athyglisvert er að sjá hvernig virknin dalaði um sumarið og var nú þegar síðustu tölur voru birtar, í desember, komin niður fyrir 10.000 flettingar. Það væri vel við hæfi að sýna hér flettingar fyrir janúarmánuð en þær eru því miður ekki enn komnar inn.

Svo það er bara að drífa í því að senda inn efni og spjalla um söguna, hún er nefnilega bæði skemmtileg og merkileg. Sérstaklega nú á þessum sögulegu tímum sem við lifum í.

Þýskur hermaður mundar Sturmgewehr 44 hríðskotarifil (12 álit)

Þýskur hermaður mundar Sturmgewehr 44 hríðskotarifil Þýskur herðmaðu úr seinni heimstyrjöld með STG 44 hríðskotarifill. Fyrsta sinnar tegundar sem vitað er til að fór í fjöldaframleiðslu. Samkvæmt wikipedia voru framleidd 425,977 eintök.

Táragas á Austurvelli (4 álit)

Táragas á Austurvelli Þessi fræga mynd af óeirðunum við NATO-inngönguna 1949 hefur eflaust birst hér áður, jafnvel oftar en einu sinni.

En sagan hefur jú tilhneigingu til að endurtaka sig ;)

Trivia (11 álit)

Trivia Er örugglega nokkuð lét enn ég vill fá nafn á þessum manni ekki bara “gælunafn”

Baywatch á Gaza (15 álit)

Baywatch á Gaza
Ég ákvað í ljósi síðustu atburða í Ísraels-Palestínu málinu, að endurbirta mynd sem ég birti hér fyrir 2-3 árum.

Það hafa margir góðir skríbentar tjáð sig um þetta í alþjóðapressunni undanfarna daga, en breski fyrrum pönkarinn Mark Steel sagði þetta:

…Condoleezza Rice, having observed that more than 300 Gazans were dead, said: “We are deeply concerned about the escalating violence. We strongly condemn the attacks on Israel and hold Hamas responsible.”

Someone should ask her to comment on teenage knife-crime, to see if she'd say: “I strongly condemn the people who've been stabbed, and until they abandon their practice of wandering around clutching their sides and bleeding, there is no hope for peace.”

Trivia (5 álit)

Trivia Hver er þessi myndarlegi maður?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok