Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Trivia (13 álit)

Trivia Hvaða sögulega atburði lýsir þessi mynd?

Trivia (4 álit)

Trivia Ég spyr um nafn og hvað hann gerði til að komast í sögubækurna

Ég lifi, og þér munuð lifa (0 álit)

Ég lifi, og þér munuð lifa …heitir fræg ljósmynd úr Vestmannaeyjum 1973. Þar dó enginn.

Hér dóu hinsvegar tugþúsundir fólks, eins og útskýrt er í nýjustu grein minni.

Ætlaði að setja þessa mynd við greinina, en gat ekki af tæknilegum ástæðum.

Dómabók Eyjafjarðarsýslu frá 1814 (5 álit)

Dómabók Eyjafjarðarsýslu frá 1814 Keppni hver getur lesið. Segi ykkur þó að textinn fjallar um tvo presta sem sömdu beinakerlingarvísur fullar af klámi og níð sem fór ekki vel í sýslumanninn.

Hérna er stærri útgáfa
http://img841.imageshack.us/img841/4793/img2849h.jpg

Standpína? (0 álit)

Standpína? Rakst á þessa mynd í nýjasta tölublaði af Sagan öll og komst ekki hjá því að mér sýnist sem Hitler hafi keypt pípuhatt einmitt fyrir þetta tilefni, það er að fela standpínuna sem hann fékk á því að vera svona nærri gömlu hetjunni.

Göring hafði sem betur fer tekið með sér þennan ramma í sama tilgangi.

Þarnar er í raun verið að vígja Tannenberg minnisvarðar í austur-prússlandi, um það bil 90 kílómetra suður af Koenigsberg, sem nú heitir Kaliningrad. Ári síðar þegar Hindenburg lést var minnisvarðanum breytt í grafhýsi, þvert gegn vilja konu Páls.

Seinna var grafhýsið rifið til að byggja minnisvarða í Póllandi, sem mig minnir að hafi verið fyrir Varsjá uppreisnina.

Hitler í París (2 álit)

Hitler í París Þessi fræga ljósmynd sýnir það sem má líklega kalla “stærstu stund” Adolfs Hitlers. Hún er tekin í júní 1940, skömmu eftir að herir hans höfðu sigrað Frakka og rekið Breta á flótta úr meginlandinu. Veldi hans átti reyndar eftir að breiðast enn meira út á næstu tveimur árum áður en fór að halla undan fæti, en þarna hefur honum nær örugglega fundist “toppinum náð”: Hann hafði sigrað Frakkland!

Hitler hafði allt frá unglingsárum verið mikill áhugamaður um arkitektúr og var sérstaklega hrifinn af stórum listrænum glæsibyggingum – sem sannarlega er nóg af í París. Hafði hann ávallt dáðst mjög að þeirri borg og fyrir hönd Þjóðverja og Austurríkismanna öfundast út í hana. Hann hafði legið yfir bókum og myndum af borginni.

En aldrei hafði hann þó komið þangað. Fyrir Fyrri heimsstyrjöld hafði hann ekki efni á því, og eftir þá styrjöld bar hann slíkan haturshug til Frakka að tæpast hefur honum dottið í hug að heimsækja þá sem túristi. Þess í stað kom hann í fyrsta (og eina) skipti til Parísar sem sigurvegari; “Ég á ‘etta, ég má ‘etta!” hefur kannski verið hugsunin hjá honum þegar hann ákvað þessa óvæntu og stuttu heimsókn þennan þungbúna sumarmorgun. Hann fór ásamt fylgdarliði skot-túr um næstum auðar göturnar, kíkti á helstu staðina (vottaði reyndar virðingu sína í grafhýsi Napóleons Bonaparte í Invalides), og var síðan rokinn aftur heim.

Adolf Hitler átti aldrei aftur eftir að koma til Parísar, en þessi heimsókn hefur líklega eflt í honum þá ætlun sína að gera Berlín framtíðarinnar enn flottari París með stórfenglegum byggingum, “Welthaupstadt Germania” eins og hann kallaði það.

Þegar herir Hitlers neyddust loks til að flýja París árið 1944, fyrirskipaði hann að borginni skyldi gjöreytt með öllum tiltækum ráðum. Sem betur fer ákvað hernámsstjórinn í borginni að virða þau brjáluðu fyrirmæli að vettugi, og eru Frakkar (og allir þeir sem bera virðingu fyrir menningarverðmætum) þeim manni ætíð þakklátir fyrir það.

Tindátar III (0 álit)

Tindátar III Og allir hlýddu tindátarnir orðum foringjans
og flýttu sér í austur, til hins fyrirheitna lands

Þeir ráku upp voða öskur, sem heyrðust víða um heim
Og engum tókst að sofna fyrir óhljóðum þeim


Heilmiklu er sleppt í kvæðinu, enda samið árið 1943. En hér koma þó loka-erindin:


En gæfan reyndist hverful, og gekk þeim ekki í vil
Margt fer stundum öðruvísi, en ætlast var til

Því tindátarnir bognuðu og bráðnuðu eins og smér
Svo hörmulegan ósigur beið aldrei nokkur her

Og fólkið sagði; Burt með svoa bölvað ekki sen pakk
og tindátarnir flýðu, en foringinn sprakk

Menn þurrkuðu af sér svitannn og svo komst allt í lag
Var furða þó menn skemmtu sér og gerðu sér glaðan dag?

Þeir settust hver hjá öðrum, eins og sigurvegurum ber
og sumir voru drjúgir og dálítið upp með sér.

Og þannig endar sagan - eða svona hér um bil
- og nú er ekki framar neinn tindáti til

Tindátar II (0 álit)

Tindátar II Áfram heldur kvæðið hans Steins Steinarr (sjá fyrri mynd):

Svo komu þeir að sjónum og settust allir þar
Og skelfing lítil eyja þar skammt frá landi var

Og foringinn hélt ræðu og sagði af miklum móð
Nú treysti ég á yður, mín tindátaþjóð

Ég treysti á vorn málstað og tindátans þor
Í eyjunni býr nefnilega óvinur vor

En foringjanum gleymdist eða gætti þess eigi í svip
að enginn fer á sjóinn ef ekki er til neitt skip

Að vaða yfir hafið, getur varla átt sér stað
En tindátarnir höfðu ekki hugsað út í það

Og foringinn varð hávær, eins og honum var tamt
Og hrópaði út í loftið: Við höfum það samt!

Og loksins þegar allt virtist endileysa tóm
tók foringinn að nýju til máls í reiðum róm

Hann sagði: Burt skal halda og hætta þessum leik
Og dugið mér nú piltar og komist fljótt á kreik!

Eitt ríki er til sem veitt oss getur ríkulegri hnoss
Það ríki er langt í burtu og fyrir austan oss.

Tindátar (1 álit)

Tindátar
“Það gerast stundum ævintýri eftirtektarverð
Eitt sinn voru tíu milljón tindátar á ferð

Þeir sögðu það sitt takmark að sigra þennan heim
Og fólkið var svo skelkað að það flúði undan þeim”


Þetta eru fyrstu erindin úr löngu kvæði eftir Stein Steinarr, þar sem hann rakti gang Seinni heimsstyrjaldar. Og ef menn lesa kvæðið allt, þá reyndist hann býsna framsýnn, þó kvæðið væri samið & útgefið árið 1943.

En ungir drengir héldu þó áfram að leika sér með tindátana. Ég man sérstaklega eftir þessum Mathchbox-pakka frá því ég var ca. 10 ára gamall :)

Austurblokkin 1987 (3 álit)

Austurblokkin 1987 Árið 1987 var kalda stríðið að renna út í sandinn. Gorbatsjov (fyrir miðju) hafði setið tvö ár á valdastóli í Sovétríkjunum og hans helsta baráttumál hafði verið að stilla til friðar við Vesturveldin og binda enda á kalda stríðið. Þetta vildi hann gera til að geta leyst miðstýrðan sovéskan iðnað frá hernaðarframleiðslu svo hann gæti einbeitt sér að neytendavarningi. Þegar Gorbatsjov tók við var um 40% sovéskrar framleiðslu varið í hergögn.

Gorbatsjov var einnig með skýra stefnu í málefnum heimsveldis síns; liðin var sú tíð er sjálfstæð ríki Austur-Evrópu tóku skipunum Kremlverja og biðu þá um leyfi fyrir því sem þau vildu gera. Hann hafði sagt öllum leiðtogum austurblokkarinnar að þeir ættu að vera sjálfstæðir, þeir höfðu allir heyrt þann söng fyrr og trúðu honum ekki. En um þær mundir sem þessi mynd er tekin voru austantjaldsríkin farin að átta sig á því að Gorbatsjov var alvara, en fæstum leist vel á það því það þýddi að þeirra eigin völd voru í hættu.

Frá vinstri eru á myndinni:
Gustáv Husák, leiðtogi Tékkóslóvakíu, gamli stalínistinn sem var vanur að taka skipunum frá Moskvu. Hann hafði þó fyrst verið hlynntur umbótum Dubceks. Árið 1989 var hann orðinn elliær eins og þeir flestir og var neyddur til að segja af sér af flokksfélögum sínum.

Todor Zhivkov, leiðtogi Alþýðulýðveldisins Búlgaríu til margra áratuga. Hann var ásamt Husák og Honecker einn af tryggustu og ósjálfstæðustu bandamönnum Sovétmanna. Hann hafði eitt sinn stungið upp á því við Brézhnev hvort Búlgaría gæti ekki orðið 16. sovétlýðveldið, en lenti þó upp á kant við Gorbatsjov vegna sölu hans á sovéskri olíu til vesturlanda.

Erich Honecker, leiðtogi Austur-Þýskalands. Eflaust einn af litlausustu karakterum austurblokkarinnar, hann var hundtryggur framan af en var þó lítið gefið fyrir endurbætur Gorbatsjovs sem hann sagði að myndu ganga að kommúnismanum dauðum. Honecker var einn af fáum mönnum innan Austur-Þýskalands sem vissu hversu stórskuldugt landið var á meðan hann og nomenklatúran lifði í vellistingum á vestur-þýskum gjaldeyri. Árið 1989 varð landið gjaldþrota.

Hægra megin við Gorbatsjov er Nicolae Ceausescu, einræðisherran í Rúmeníu. Hann var einræðisherra af gamla skólanum, stjórnaði landinu með með stalínískum brag; í gegnum ótta og ofbeldi. Hann hafði komið upp mikilli persónudýrkun og heillaðist af Norður-Kóreiskum og Kínverskum stjórnarháttum. Rúmenía var hyllt á vesturlöndum fyrir það hversu sjálfstætt landið var gagnvart Sovétríkjunun en í raun var Rúmenía fátækasta og ömurlegasta landið í austurblokkinni og eina kommúnistaríkið sem féll með blóðsúthellingum árið 1989.

Wojciech Jaruzelski, hershöfðinginn yfir Alþýðulýðveldinu Póllandi, eini kommúnistaleiðtoginn úr hernaðarstétt. Hann komst til valda til að stemma stigum við verkalýðsfélagið Samstöðu árið 1981, kom á herlögum árið 1983 en neyddist til að afsala sér völdum árið 1990 eftir að hafa reynt allt, bæði ofbeldisfullar og friðsamlegar aðgerðir til að bæla niður óánægju verkafólks í landinu. Ekki að ástæðulausu sem Pólland var kallað Akkilesarhæll Sovétmanna.

Að lokum János Kádár, leiðtogi Ungverska alþýðulýðveldisins sem gamli stalínistinn sem hóf feril sinn í skugga Sovétmanna eftir uppreisnina 1956. Hann lét hengja fyrirrenna sinn Nagy, og hóf miklar hreinsanir í flokknum og landinu. Þegar leið á árin og tókst að vinna sér inn einhverja hylli og virðingu. Hann var þó neyddur til afsagnar af yngri flokkshestum árið 1988.

Ríkin stóðu mishöllum fæti eftir að Gorbatsjov gaf þeim lausann tauminn. Pólland var dæmt til að falla vegna kraumandi óánægju og furðulega sterkra andstöðuafla í landinu. Tékkóslóvakía og Ungverjaland höfðu aldrei verið pólitískir bandamenn Rússa í sögunni og deildu fæstum menningar- og sögutengslum við þá af löndum austurblokkarinnar, enda féll kommúnisminn fyrst í Ungverjalandi. Öll löndin voru þó háð fjárhagsaðstoð Sovétmanna og stórskuldug í garð vesturlanda en þar stóð Austur-Þýskaland fremst og var það það sem varð þeim helst að falli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok