Muniði þegar Davíð Oddson seðlabankastjóri kom í Kastjósið í okt 2008 og blaðraði heilmikið um hvað “við” ætluðum og ætluðum ekki að gera varðandi Hrunið.
Ég hef mjög oft líkt þessu við blaðrið úr MacArthur um hvað “við” (Bandaríkjamenn) ætluðum að gera í Kóreustríðinu. Njúka Kínverja og fleira. Þetta var dropinn sem fyllti mælinn hjá Truman forseta. Hann sagði beisikklý "Það er forsetinn, ekki yfirhershöfðingi Kyrrahafsheraflans, sem ræður utanríkisstefnu þessa lands. ÞÚ ERT REKINN!!
Geir Haarde forsætisráðherra, hefði átt að gera svipað við Davíð Oddson seðlabankastjóra. En gerði það náttúrlega ekki, því þeir voru jú vinir úr menntó.
_______________________