Rétt, þetta er í Harlem. Á Hotel Theresa, sem var helst þekkt fyrir að vera fyrsta lúxushótelið í New York sem hýsti blökkumenn. Og þar með marga umdeilda karaktera eins og Malcolm X og Muhammad Ali. Varð fyrir vikið hálfgert “róttæklingabæli” á sínum tíma.
Castró bjó þar árið 1960 á meðan Allsherjarþing SÞ stóð yfir, og Krushchev langaði endilega að heimsækja hann þar. Hvorki lífvörðum hans né New York löggunni leist neitt vel á þennan hitting, skíthræddir um að báðir þessir kallar kynnu mjög vel að verða drepnir. Eins og sjá má á myndum eins og þessum, fékk Krushchev mikla (og ekki neitt sérlega káta) lögreglufylgd til Harlem :)
Bætt við 11. mars 2011 - 22:10
…Mér datt líka í hug, að ef ég hefði verið Eisenhower eða Kennedy, hefði ég örugglega “hefnt mín” í hugsanlegri heimsókn til Moskvu - Heimtað skyndilega með engum fyrirvara að fá að heimsækja eitthvert varasamasta hverfið þar í borg! Þannig virkaði Kalda stríðið jú, er það ekki? :D
_______________________