Tindátar III Og allir hlýddu tindátarnir orðum foringjans
og flýttu sér í austur, til hins fyrirheitna lands

Þeir ráku upp voða öskur, sem heyrðust víða um heim
Og engum tókst að sofna fyrir óhljóðum þeim


Heilmiklu er sleppt í kvæðinu, enda samið árið 1943. En hér koma þó loka-erindin:


En gæfan reyndist hverful, og gekk þeim ekki í vil
Margt fer stundum öðruvísi, en ætlast var til

Því tindátarnir bognuðu og bráðnuðu eins og smér
Svo hörmulegan ósigur beið aldrei nokkur her

Og fólkið sagði; Burt með svoa bölvað ekki sen pakk
og tindátarnir flýðu, en foringinn sprakk

Menn þurrkuðu af sér svitannn og svo komst allt í lag
Var furða þó menn skemmtu sér og gerðu sér glaðan dag?

Þeir settust hver hjá öðrum, eins og sigurvegurum ber
og sumir voru drjúgir og dálítið upp með sér.

Og þannig endar sagan - eða svona hér um bil
- og nú er ekki framar neinn tindáti til
_______________________