Fyrsti sagnfræðingurinn Hér er málverk sem kallað er “The Historian”. Maðurinn á myndinni er kannski ekki “sagnfræðingur” í nútíma skilningi þess hugtaks, nær væri að kalla hann “sagnaþul”.

En hann markar sannarlega upphaf sagnfræðinnar. Hann segir yngra fólki frá miklum atburðum fortíðarinnar. Reynir að púsla saman frásögnum af því sem gerðist og fá sem skýrasta mynd af því, og miðla þeim fróðleik til yngri kynslóða.

Kannski á síðan drengurinn á myndinni eftir sjálfur að rannsaka “Veiðina miklu” síðar, og komast að því að sögurnar eru kannski ýktar eða ósannar af einhverjum orsökum. Og kenna sínum nemendum samkvæmt því. Hver veit? ;)
_______________________