Þessu var enda hvergi tekið alvarlega. Stórblaðið TIME var gagnrýnt harðlega fyrir að einu sinni “heiðra” þetta sorprit með ritdómi (þó sá dómur hafi kallað ritið og boðskapinn sínum réttu nöfnum). En fyrir Goebbels og félaga í Þýska áróðursráðuneytinu, var þetta hrein himnasending. Þeir notuðu þetta óspart allt til stríðsloka, til að sýna þýskum almenningi hvað óvinirnir (sérstaklega “Gyðingurinn”) ætluðu sér að gera Þýskalandi. Í þeim áróðri var Kaufman kynntur sem virtur og málsmetandi maður í Bandaríkjunum, dæmigerður fulltrúi “Gyðingavæðingar” þess mikla lands.
Þess ber þó að geta að önnur - þó ekki jafn öfgafull - plön fengu nokkurn hljómgrunn í bandaríska stjórnkerfinu. Frægust af þeim var “Morgenthau-áætlunun” en samkvæmt henni átti að uppræta allan þýskan þungaiðnað og gera landið framvegis að undirokaðri landbúnaðarþjóð. Það var snögglega hætt við það eftir stríðið, þegar menn sáu klárlega að Evrópa gat ekki án þýsks iðnaðar og viðskiptalífs verið.
http://en.wikipedia.org/wiki/Germany_Must_Perish!
Ég hvet síðan áhugasama eindregið til að skoða “external links”.
_______________________