Var það nefnt eftir hinum fræga loftskipasmið Zeppelin greifa, en í Fyrri heimsstyrjöld höfðu loftskip hans gert fjölmargar árásir á Bretland í skjóli nætur.
Ýmis ljón voru í vegi fyrir því að þetta skip yrði klárað. Ekki síst var Hermann Göring yfirmaður Luftwaffe (flughersins), alfarið mótfallinn því að Kriegsmarine (flotinn) færi að stofna sínar eigin flugsveitir. Engu að síður voru þó hannaðar “flota-útgáfur” af Me-109 orrustuflugvélinni og Ju-87 “Stuka” sprengjuflugvélinni, með lendingarkrók og slíkum græjum.
Eftir að stríðið hófst var þetta allt sett í “low priority” og síðan hætt við. Enda mjög vandséð hvernig eitt þýskt flugmóðurskip, með byrjenda-áhöfn að að auki, hefði átt að koma að gagni í baráttunni við hina margfalt stærri og reyndari flota Bandamanna. Þar voru það kafbátarnir sem öllu máli skiptu.
http://en.wikipedia.org/wiki/Graf_Zeppelin_(aircraft_carrier)
_______________________