Hin bjarta framtíð - 1960 Árið 1939, ekki löngu áður en Seinni heimsstyrjöldin skall á með öllu sínu blóðbaði og eyðileggingu, var Heimssýning opnuð í New York.

Á meðal þess sem þar gaf að líta var “Futurama”, en þar var ýmsum nýtískulegum aðferðum beitt til að sýna gestum hvernig helstu vísindamenn og verkfræðingar ímynduðu sér nánustu framtíð.

Hér má t.d. sjá líkan af “stórborg árið 1960”. Og þetta er merkilegt nokk, ekkert svo fjarri lagi. Í arktitektúr og skipulagi er þetta ekkert ósvipað því sem t.d. Houston var byrjuð að líta út uppúr 1960.

Margt annað á þessari sýningu var öllu langsóttara og ævintýralegra í ofur-bjartsýni sinni. Þetta þótti hinsvegar afar eftirminnileg sýning, t.d. má geta þess að vísindamaðurinn frægi Carl Sagan minntist þess sem einnar af sínum skýrustu bernskuminningum þegar hann heimsótti hana með foreldrum sínum.

Samtíma heimildarmynd um Futurama má sjá á http://www.archive.org/details/ToNewHor1940
_______________________