Adolf Galland, einn af mestu “ásunum” sagði þá eitthvað á þá leið: “Það væri kannski helst að þú gætir reddað okkur nokkrum flugsveitum af Spitfire-vélum!” Göring fannst þetta víst ekkert sérlega fyndið tilsvar, og engar pantanir frá Luftwaffe bárust bresku Spitfire-verksmiðjunum :D
Með því er þó ekki sagt að Luftwaffe hafi ekki tekið eitt og eitt eintak af þeirri frægu orrustuflugvél í notkun það sem eftir var stríðs. Þótt reynt væri eftir fremsta megni - af öllum stríðsaðilum - að forðast slíkt, var óhjákvæmilegt að einhver eintök af nýjustu og bestu flugvélunum kæmust lítt- eða óskemmd í óvinahendur.
Eintök af nánast öllum algengustu herflugvélum Bandamanna komust í hendur Þjóðverja. Þær voru að sjálfsögðu þaul-prófaðar af þýskum flugmönnum til að kynnast eiginleikum þeirra og þá sérstaklega veikleikum. Sumar þeirra voru síðan notaðar í þjálfun flugmanna og einnig í ýmis “sérverkefni”, sum há-leynileg og reyfarakennd. Heil flugsveit, nefnd KG-200, var stofnuð gagngert í þeim tilgangi.
Myndin er af einni þeirra Spitfire-véla sem hlutu þessi örlög. Takið eftir tvennu: Í fyrsta lagi hreyflinum, sem er þýskur, sömu gerðar og sá sem notaður var í Messerschmitt 109, frægustu orrustuvél Þjóðverja. Upprunalegi Rolls-Royce Merlin hreyfillinn hefur líklega eyðilagst í brotlendingunni. Og í öðru lagi, hversu óvenju stór og áberandi þýski járnkrossinn er á búknum. Það er vafalaust gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir augljósan misskilning þýskra flugmanna sem etv myndu rekast á þessa vél á flugi, enda þýskar Spitfire sjaldséðir hrafnar, furðufuglar kannski!
Fleiri svipaðar myndir má svo finna á: http://rareaircraf1.greyfalcon.us/Captured%20Allied%20Aircraft.htm
_______________________