Nei ekki var það sá, þessi maður gat sér hrottalegs orðspors sem landstjóri Austurmarkar, þann hluta Suður-Þýskalands sem áður hafði verið ríkið Austurríki. Vegna þessa var hann handtekinn og hengdur af Bandamönnum ef ég man rétt (eða kannski drap hann sig sjálfur ég man ekki alveg).
Já Tékki segirðu, ég tek einmitt eftir því nú þegar ég kíki á wikipedia að hann var nú ekki yfir Austurríki nema í tvo daga. Mest allt stríðið var hann Reichskommissar í Hollandi.
Jamm, eins og ég sagði, einn af þeim furðulegri í háttsettu nazista-flórunni.
Bætt við 27. mars 2009 - 00:19 Ég minntist nú líka á Hanfstaengl áðan. Var einhverntíman byrjaður á grein um þann furðufugl til birtingar hér, en varð ekki meira úr því verki eftir 2-3 inngangs-málsgreinar. Kannski maður ætti að kíkja aftur á það?
Ja það ættir þú að gera. Ég hef voða lítið lesið um hann, ég minnist hans einna helst úr sjónvarpsmyndinni Hitler: The Rise of Evil, þar sem hann var nokkuð stórt hlutverk. Myndin sjálf er hins vegar léleg og ýkt og væri ekki minnistæð nema fyrir það að Robert Carlyle er skemmtilegur í sínu ýkta hlutverki Hitlers.
Sú mynd var óttalega eitthvað óttaleg. Maður gat eins og þú segir sætt sig við Carlyle sem Hitler… en ekki grindhoraðan Peter O'Toole sem Hindenburg!! :(
Haha gamli var reyndar svalur sem Hindenburg. Ég man að einkennisbúningurinn var svo stór á hann að það var eins og hann væri klæddur í pappakassa með aðeins höfuðið uppúr :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..