Þessi framtíðarbíll, að sjálfsögðu hannaður í anda “kagga” samtímans, var reyndar aldrei framleiddur. En segja má að hugmyndin lýsi hvorutveggja í senn; ótímabærri framsýni og óhóflegri bjartsýni. Hann átti nefnilega að vera kjarnorkuknúinn. Þarna aftan í átti semsagt að vera kjarnaklúfur með úraníumkjarna á stærð við gosdós. Áætluðu Ford-menn að maður kæmist eina 7-8 þúsund kílómetra á einum kjarna.
Gott og vel… Þetta hefði alveg örugglega þurrkað út olíukreppur áratuganna sem á eftir komu. Spurning bara hvað fleira hefði einnig þurrkast út í leiðinni! Ljótt ef hver einasta aftanákeyrlsa hefði skapað hættu á “mini-chernobyl”, að ónefndum fjölmörgum fleiri vandamálum varðandi konseptið.
Lesið nánar á http://www.damninteresting.com/?p=656
_______________________