Hér er ágætis kort sem sýnir þróun mála við útþenslu Prússlands og stofnun Keisaradæmisins. Eins og sjá má eru nútíma landamæri Þýskalands víðast hvar þau sömu vestan- og sunnanmegin, ef Alsace og Lorraine eru undanskilin. Austanmegin misstu Þjóðverjar hinsvegar gríðarlegt svæði til Rússa og Pólverja eftir WWII. Þetta voru allt svæði sem höfðu verið prússnesk (þar með þýsk) síðan á miðöldum, enda þótti mörgum (þ.á m. Winston Churchill) þetta vera hin mesta óhæfa.
Sem stórnsýslueining innan Þýskalands var Prússland í raun úr sögunni eftir endurskipulagningu sem nazistar stóðu fyrir árið 1935, og endanlega þegar Bandamenn endurskipulögðu hið hernumda Þýskaland eftir lok WWII.
Engu að síður er Þýskaland nútímans enn að ýmsu leyti mótað af “prússneskum anda”. Þjóðverjar eru í dag margir stoltir af prússnesku arfleifðinni, sem þeim þykir Hitler & Co hafa gróflega misnotað og komið vægast sagt slæmu orði á.
_______________________