Á þingi Rússneska Sovétlýðveldisins í nóvember lagði Jeltsín til að flokkurinn yrði bannaður fyrir valdaránið. Ekki tók Gorbatsjev undir það og sagði hann að það yrði ljótur leikur fyrir fólkið í landinu (þá átti hann helst við verkamenn og bændur). Þá neyddi Jeltsín hann lesa nöfn þeirra flokksmeðlima sem höfðu tekið þátt í valdaráninu en það var miður skemmtileg uppákoma að margra mati, niðurlægjandi og óþarfi. Fór þetta fram í sjónvarpsútsendingu frá þinghúsinu.
Eftir lesturinn sagði Jeltsín eitthvað á þá leið: “Þá yfir í léttari strengi, nú skrifa ég undir tilskipunina um að banna flokkin.” Gorbatsjev sagði að hann gæti ekki bannað allann flokkinn útaf einhverju sem nokkrir meðlimir höfðu gert. Jeltsín kvaðst þá ekki vera að banna hann heldur aðeins taka hann úr umferð á meðan á rannsókn málsins stendur og skrifaði hann undir við mikið lófatak rússneskuk þingmannanna.
Og þá var Sovéski Kommúnisaflokkurinn bannaður í Rússneska Sovétlýðveldinu, sem gerði Sovéska ríkið að frekar valdalítlu batteríi enda sögðu úkraínska og rússneska sovétlýðveldið sig úr ríkjasambandinu í desember og lýsti Jeltsín þá því yfir að Sovétríkin væru hrunin. Þá var Gorbatsjev öllum lokið. Hann sagði af sér 25 desember en mótmælti þessu harðlega og taldi Jeltsín vinna þvert á vilja fólksins, enda hefðu flestir viljað halda ríkjasambandinu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,